fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2024
EyjanFastir pennar

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar: Lattelepjandi listamannsaumingjar

Eyjan
Laugardaginn 1. júní 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki birtist sú stórfrétt af heiman öðruvísi en að listaspírur lands vors leggi þar orð í belg. Ferst þeim það venjulega vel úr hendi, eða munni öllu heldur. Undirtökur mínar fóru þó, lengi vel, síst eftir því hvað þeir höfðu að segja heldur frekar eftir því hvernig mér leið í sálinni. Forsaga þess máls er svona:

Eitt sinn sótti ég um listamannalaun. Já, ég veit að það var heimskulegt en mér til málsbóta tek ég fram að ég var í hálfgerðri einangrun í spænskri sveit á kórónuveiru tímum, hafði nægan tíma til að hugsa og lesa og það er aldrei að vita hverskonar vitleysugangur sækir að manni við slíkar aðstæður. Eftir tiltekinn tíma fékk ég höfnun en það kom ekki að sök því skömmu seinna opnaðist nýr gluggi fyrir enn fleiri listamannalaunþega. Svo ég sótti um aftur, og sannaðist þar spænski málshátturinn um að mannskepnan er eina skepnan sem fellur tvisvar á sama steini. Eftir nokkurn biðtíma nýtti dómnefndin endurvinnsluaðferðina og sendi mér sama bréfið aftur. Þá var ekki eftir öðru að bíða en að sjá hvaða snillingar fengju þessi blessuðu laun. Sá dagur rann loks upp og það var eins og við var að búast, á honum mátti sjá einvala lið lattelepjandi letingja og leiðindapúka. Var ég viss um að rétt einn þriðji af þessu pakki kynni að setja saman vísu. Það rann upp fyrir mér hvurslags óskammfeilni fælist í því að einhverjar listaspírur væru á launum við að sitja yfir handritum sem ég gat ekki séð að hefðu síðan nokkuð uppá sig. Ekki minntist ég þess að hafa lesið neitt stórvirki í íslenskum bókmenntum sem skrifað hafði verið á þessari öld. Og svo er það hitt, getur þetta lið ekki unnið almennilega vinnu eins og annað fólk þó það sé að setja saman einhverja bók?

En svo kom ég heim í bæinn minn og eitt skiptið, ég hef líklegast verið búinn að fá mér neðan í því, fór ég inn á skrifstofu mína og fyrir bölvaðan klaufaskap opnaði ég Blóðhófni eftir Gerði Kristnýju og allt í einu var ég farinn að sökkva öngli í vorstillt vatn meðan skýjaflekar flutu um himinn. Nú man ég það, ég var ekki fullur en varð mjög fljótlega ölvaður af skáldaanda. Inni á kontórnum var líka bók Hallgríms Helgasonar um konuna við 1000 gráðurnar. Þessi gleraugnaglámur sem alltaf er að rífa góðafólks-kjaft. En bókin hefur búið mér magnaða veröld þar sem ég bæði þjáðist í Argentínu, Mið Evrópu og á Íslandi en líka hófst ég til skýja yfir sömu löndum. Stundum hef ég sagt, þegar Hallgrímur er ekki að rífa kjaft, að þetta sé besta bók sem skrifuð hefur verið frá því Gerpla koma út. Og hvað er svona gott við bækur af þessu tagi? Jú, þær breyta manni eins og ljóð Tómasar Guðmundssonar breyttu niðrandi sýn okkar á borgina í fegurðarskyn.

Gremja er illgresi í garði hvers manns. Mér er nokk sama hvaða skoðun þú hefur á listamannalaunum en ef þú viðheldur skoðunum til þess eins að vökva þetta andlega illgresi; þá mætti fara að stytta upp. Við megum ekki við meiri skít!

Ef veggur Bubba væri þjóðarpúls, mætti sjá á þeirri mykju sem þangað hefur ratað, að í þessu lífi hefur mörgum verið hafnað um listamannalaun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Tvö skref til hægri og vinstri snú – list hins ómögulega

Svarthöfði skrifar: Tvö skref til hægri og vinstri snú – list hins ómögulega
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Tapað – fundið … í naflanum

Svarthöfði skrifar: Tapað – fundið … í naflanum
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Skítabombur þá og nú

Svarthöfði skrifar: Skítabombur þá og nú
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Endurvekja þarf samræmd próf

Björn Jón skrifar: Endurvekja þarf samræmd próf
EyjanFastir pennar
18.05.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Byggðabót sem bragur er að

Sigmundur Ernir skrifar: Byggðabót sem bragur er að
EyjanFastir pennar
18.05.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Tölvulæknar

Óttar Guðmundsson skrifar: Tölvulæknar
EyjanFastir pennar
09.05.2024

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar
EyjanFastir pennar
09.05.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nú þarf hægri hagstjórn og vinstri velferð

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nú þarf hægri hagstjórn og vinstri velferð