fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Vopn fyrir Úkraínu

Eyjan
Laugardaginn 1. júní 2024 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á liðinni öld var Björn Afzelius einn frægasti tónlistarmaður Svía. Hann var sannfærður vinstri maður og samdi marga texta um kúgun og ofbeldisverk Vesturlanda í þriðja heiminum.

Ég fór einu sinni á tónleika hjá Birni í Gautaborg sem haldnir voru til stuðnings uppreisnaröflunum í Nikaragúa. Hann lýsti því yfir í upphafi að allar tekjur rynnu óskiptar til að kaupa vopn fyrir byltingaröflin. „Ég orðinn þreyttur á þessu væli um hjúkrunargögn og skólabækur,“ sagði hann. „Þessa menn vantar fyrst og fremst vopn og ég ætla að leggja mitt af mörkum. Án vopna vinnst enginn sigur!“ Svo fór að byltingaröflin undir stjórn Daníels Ortega unnu frækinn sigur með vopnunum sem Björn sendi til þeirra.

Mér datt þetta í hug á dögunum þegar íslensk stjórnvöld sögðust ætla að kaupa skotfæri fyrir Úkraínumenn. Einhverjir urðu til að mótmæla á þeim forsendum að Íslendingar væru vopnlaus og friðsæl þjóð. Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir tveimur árum í þeim tilgangi að leggja landið undir sig. Þeir hafa gert sig seka um endurtekna stríðsglæpi gegn almennum borgurum. Natóríkin hafa tekið afstöðu með Úkraínumönnum í þessum átökum og sent þeim vopn. Ísland er hluti af Nató frá árinu 1949 og öllum skuldbindingum bandalagsins. Sumir forsetaframbjóðendur skilja þetta alls ekki. Þeir tala eins og Ísland sé óspjölluð ungmey á sveitaballi og geti verið hlutlaus þegar vel vopnaðir glæpamenn ráðast gegn Bjarti í Sumarhúsum. Án vopna tapa Úkraínumenn þessu stríði. Pútín stórkrimmi og hyski hans er alvarlegasta ógnin við heimsfriðinn í nútímanum. Þeir gæla við kjarnavopn eins og risavaxið reðurtákn og hóta að leggja veröldina í auðn. Þessir menn verða ekki stöðvaðir með friðarhjali og undirskriftasöfnunum heldur fallbyssum af bestu gerð. Það er því eðlilegt og rökrétt að senda Úkraínumönnum það sem þá vantar helst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sterka hliðin og hin hliðin á NATO

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sterka hliðin og hin hliðin á NATO
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Kunnum ekki, getum ekki, megum ekki

Sigmundur Ernir skrifar: Kunnum ekki, getum ekki, megum ekki
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Margur verður af aurum api

Óttar Guðmundsson skrifar: Margur verður af aurum api
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum
Enn eru fornmenn á ferð
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Nína Richter skrifar: Andlitin sem enginn man

Nína Richter skrifar: Andlitin sem enginn man
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Froðusnakkar, orð að sönnu – stjórnarandstaðan velur sér nafn

Svarthöfði skrifar: Froðusnakkar, orð að sönnu – stjórnarandstaðan velur sér nafn
EyjanFastir pennar
07.06.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Þetta er það sem stórútgerðin fær í afslátt hjá þjóð sinni

Sigmundur Ernir skrifar: Þetta er það sem stórútgerðin fær í afslátt hjá þjóð sinni
EyjanFastir pennar
07.06.2025

Óttar Guðmundsson skrifar: Þráin eftir Trump

Óttar Guðmundsson skrifar: Þráin eftir Trump