fbpx
Sunnudagur 28.maí 2023
Eyjan

Karl og Haraldur til Terra umhverfisþjónustu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 29. mars 2023 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir nýir starfsmenn hafa verið ráðnir á fjármála- og tæknisviði Terra umhverfisþjónustu. Karl F. Thorarensen hefur hafið störf sem innkaupastjóri og Haraldur Eyvinds Þrastarson sem forstöðumaður upplýsingatækni og stafrænnar vegferðar hjá fyrirtækinu.

Karl F. Thorarensen

Karl mun leiða mótun nýrrar innkaupastefnu og byggja upp innkaupa- og vörustýringarferli, þvert á rekstur skipulagsheildar félagsins.  Karl kemur frá Icelandair þar sem hann starfaði sem innkaupastjóri. Fyrir það var hann innkaupastjóri hjá Emmessís og Odda. Karl bjó í Rússlandi frá 2001 til 2003 og stundaði nám í Ríkisháskólanum í Pétursborg. Eftir að hann flutti heim fór hann í markaðs- og útflutningsfræði og síðar viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Síðustu misseri hefur hann verið í mastersnámi í stjórnun og stefnumótun við HÍ með vinnu.„Ég hef brennandi áhuga á öllu sem viðkemur innkaupum enda hef ég starfað í þeim geira í yfir tuttugu ár. Það er ótrúlega spennandi að ganga til liðs við Terra umhverfisþjónustu og fá tækifæri til að leggja mitt á vogarskálarnar í þeim mikilvægu verkefnum sem félagið stendur frammi fyrir, bjóða upp á sjálfbæra umhverfisþjónustu um allt land og koma hringrásarhugsuninni í alla okkar virðiskeðju. Minn fókus verður á að vinna náið með birgjum sem deila þeirri sýn með okkur. Ég er gríðarlega spenntur,“ segir Karl.

Haraldur Eyvinds Þrastarson

Haraldur hefur hafið störf sem forstöðumaður upplýsingatækni og stafrænnar vegferðar hjá Terra Umhverfisþjónustu. Haraldur kemur frá Advania þar sem hann starfaði sem stjórnandi á sviði viðskiptalausna síðustu 5 ár.  Hjá Advania stýrði hann meðal annars teymi í skýjalausnum og stafrænni vegferð viðskiptakerfa.   Þar áður var Haraldur stjórnandi á fjármálasviði Símans til fjölda ára. Haraldur er með B.Sc. í viðskiptafræði, með áherslu á „logistics og supply chain management”. Hefur hann yfirgrips mikla þekkingu og reynslu af rekstri og upplýsingatækni.„Það er ótrúlega gaman að fá tækifæri til að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem er í gangi hjá Terra.   Þetta er gríðarlega mikilvægur iðnaður í nútíma samfelagi og á eftir að verða enn mikilvægari en hann er í dag. Ég hlakka mikið til þess að takast á við þau verkefni sem snúa að upplýsingatækni og stafrænivæðingu Terra. Þessi iðnaður byggir sífellt í meira mæli á upplýsingagjöf og sjálfvirknivæðingu og framundan er mjög spennandi vegferð sem ég hlakka mikið til að taka þátt í með öllu því frábæra fólki sem starfar hjá Terra,“segir Haraldur.Davíð Þór Jónsson, framkvæmdastjóri fjármála- og tæknisviðs Terra umhverfisþjónustu, segir að framundan sé spennandi vegferð hjá fyrirtækinu sem feli í sér að nútímavæða upplýsingakerfi þess ásamt því að einfalda og stafrænivæða vinnu við skráningu á þeim úrgangi sem fellur til á Íslandi. ,,Upplýsingagjöf skiptir gríðarlega miklu  máli við vinnslu á úrgangi og skýrslugjöf vegna græns bókhalds og sjálfbærni eru hlutir sem þarf að horfa sérstaklega til. Fyrirtækið hefur starfað við flokkun og söfnun endurvinnslu efna frá árinu 1984 og vinnur með fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum í endurvinnslu og umhverfisvænni úrgangsstjórnun með áherslu á að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg og aftur inn í hringrásarhagkerfið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Hvað er hvítasunna?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Tapist slíkt skaðabótamál er það fórnarkostnaður sem ráðherra mætti vera stolt af að hafa stofnað til“

„Tapist slíkt skaðabótamál er það fórnarkostnaður sem ráðherra mætti vera stolt af að hafa stofnað til“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sakar Svandísi um tvískinnung – Hefur áhyggjur af kvölum hvala en ekki vítiskvölum fólks

Sakar Svandísi um tvískinnung – Hefur áhyggjur af kvölum hvala en ekki vítiskvölum fólks
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kolibri á toppnum hjá Great Place To Work – Launakerfið opið og allt starfsfólk getur séð laun hvert annars

Kolibri á toppnum hjá Great Place To Work – Launakerfið opið og allt starfsfólk getur séð laun hvert annars
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sakar forseta bæjarstjórnar Kópavogs um að fara ekki eftir stjórnsýslulögum

Sakar forseta bæjarstjórnar Kópavogs um að fara ekki eftir stjórnsýslulögum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að heilbrigðiskerfið sé ekki vanfjármagnað

Segir að heilbrigðiskerfið sé ekki vanfjármagnað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Grófari gaslýsing varla til að mati Ásthildar – „Rörsýn á einstefnu sem leiða mun til glötunar“ 

Grófari gaslýsing varla til að mati Ásthildar – „Rörsýn á einstefnu sem leiða mun til glötunar“