fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Elín Hirst til liðs við Forsætisráðuneytið

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 12. mars 2023 09:52

Elín Hirst.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Hirst er komin til starfa hjá Forsætisráðuneytinu, þar sem hún mun undirbúa fundaherferð og koma að gerð grænbókar og stefnumörkunar í sjálfbærnimálum. Elín greinir frá tímamótunum í færslu á Facebook.

„Ég hef fengið það frábæra verkefni hjá forsætisráðuneytinu  að undirbúa fundaherferð um landið með  Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og verkefnateymi Sjálfbærs Íslands.  Einnig mun ég hjálpa til við gerð grænbókar og stefnumörkunar í sjálfbærnimálum, þar sem ég get vonandi nýtt langa reynslu mína af þáttagerð í sjónvarpi um loftslag- og sjálfbærnimál með Sagafilm og RÚV.   Ráðningin er verktakaráðning til 3 mánaða.

Ég er mjög hreykin af þessum tímamótum á starfsferlinum.  Hér með forsætisráðherra og Sóleyju Smáradóttur á Hringbraut, nýlega.“

Elín sem er fjölmiðlafræðingur og sagnfræðingur að mennt var síðast hjá Torgi ehf. sem rekur Frétta­blaðið, fretta­bladid.is, dv.is og Hring­braut. Hún hóf feril sinn í fjölmiðlum árið 1984 og hefur meðal annars stýrt frétta­stofum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og frétta­stofu Sjón­varpsins (RÚV). Elín vann í fjögur ár við fram­leiðslu sjón­varps­efnis hjá Sagafilm ehf og var um um tíma þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn