fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
Eyjan

Datera ræður Benedikt Rafn sem birtingastjóra

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 11:33

Benedikt Rafn Rafnsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birtinga- og ráðgjafafyrirtækið Datera hefur ráðið Benedikt Rafn Rafnsson í starf birtingastjóra. Helstu verkefni Benedikts eru að veita stefnumótandi ráðgjöf og stýra birtingum á innlendum miðlum auk þess að hámarka árangur með samþættingu við erlenda miðla, eins og kemur fram í fréttatilkynningu.

„Ég er spenntur að takast á við nýjar áskoranir og taka þátt í að innleiða nýja nálgun á birtingaráðgjöf fyrir okkar viðskiptavini. Datera hefur skarað fram úr í þjónustu og ráðgjöf á stafrænum miðlum og nú er markmiðið að komast á sama stað með innlendar birtingarHámarks árangur af fjárfestingu í birtingum næst með þekkingu, skipulagi og góðri samvinnu.

Benedikt hefur víðtæka reynslu af markaðs- og birtingastörfum, bæði hér innanlands og erlendis. Hann hefur lengst af frá 2008 starfað við birtingaráðgjöf hjá Jónsson & Lemacks og Aton JL. Árin 2014-2016 starfaði Benedikt sem ráðgjafi hjá birtinga- og rannsóknarsamsteypunni OMD í Noregi, eftir nám í Brand and Communication management við CBS í Kaupmannahöfn.

„Það er mikill fengur að fá Benedikt til að koma með nýja nálgun í birtingaráðgjöf  fyrir okkar viðskiptavini og til að stýra öfluga birtingateymi Datera. Vöxturinn hefur verið mikill á síðustu árum og viðskiptavinum fjölgað hratt. Við leggjum áherslu á að ná árangri með okkar viðskiptavinum og veita framúrskarandi þjónustu og þessi ráðning er liður í þeirri vegferð,“ segir Hreiðar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri Datera.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hvað gekk henni til? spyr Kristrún Frostadóttir sem segir reglugerð Þórdísar Kolbrúnar beinlínis stuðla að húsnæðisskorti í Reykjavík

Hvað gekk henni til? spyr Kristrún Frostadóttir sem segir reglugerð Þórdísar Kolbrúnar beinlínis stuðla að húsnæðisskorti í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fjölsóttur morgunverðarfundur um notkun gervigreindar í fjártækni

Fjölsóttur morgunverðarfundur um notkun gervigreindar í fjártækni
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að vera sigldur

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að vera sigldur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dómar í kynferðisbrota- og ofbeldismálum fyrnast – fjársvelt fangelsi landsins geta ekki tekið við föngum

Dómar í kynferðisbrota- og ofbeldismálum fyrnast – fjársvelt fangelsi landsins geta ekki tekið við föngum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur segir Seðlabankann gefa skít í alla nema fjármálakerfið – „Hvar er þessi hagfræði kennd?“

Vilhjálmur segir Seðlabankann gefa skít í alla nema fjármálakerfið – „Hvar er þessi hagfræði kennd?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Aðventutónleikar Flugfreyjukórsins verða í Laugarneskirkju annað kvöld – aðgangur ókeypis!

Aðventutónleikar Flugfreyjukórsins verða í Laugarneskirkju annað kvöld – aðgangur ókeypis!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Nýr lögfræðingur Félags íslenskra atvinnuflugmanna

Nýr lögfræðingur Félags íslenskra atvinnuflugmanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bergþór ekki sáttur við Guðlaug Þór – „Þetta er glapræði af hálfu ráðherrans“

Bergþór ekki sáttur við Guðlaug Þór – „Þetta er glapræði af hálfu ráðherrans“