fbpx
Laugardagur 02.desember 2023
Eyjan

Vonar að Sigríður Margrét sé ekki bara „Ný föt – sama röddin“

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 11. nóvember 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Náttfari á Hringbraut gerir alvarlegar athugasemdir við að ekki sé hægt að merkja að nýtt fólk sé komið stafninn hjá Samtökum atvinnulífsins í nýjum pistli á Hringbraut. Eins og oft áður er það Ólafur Arnarson sem mundar pennann fyrir Náttfara.

Ólafur rifjar upp fræg ummæli Björgvins Halldórssonar, þegar hann sá Karl Örvarsson í nýjum fötum og sagði: Ný föt – sama röddin!

Þessi ummæli rifjist upp fyrir honum þegar hann heyri Sigríði Margréti Oddsdóttur tjá sig.

Hann segir marga innan SA hafa verið afar ósátta við lífskjarasamningana sem gerðir vorið 2019. Þá hafi Halldór Benjamín Þorbergsson og Ásdís Kristjánsdóttir verið helstu reiknimeistarar samtakanna og þau séu  talin hafa skilað miður góðu verki. Samið hafi verið um talsvert meiri launahækkun en vöxtur og afkoma atvinnulífsins leyfði, auk þess sem samið hafi verið um styttingu vinnuviku og lengingu orlofs – allt á sama tíma – sem verði að teljast algerlega galið.

Ólafur segir Halldór Benjamín og Ásdísi bæði hafa legið undir grun um að ætla sér stór hlutverk innan Sjálfstæðisflokksins. Þessir samningar hafi verið í þágu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, VG og Framsóknar sem varð að hafa frið á vinnumarkaði.

Þegar gerðir eru kjarasamningar sem innistæða reynist ekki fyrir hefur það margvíslegar afleiðingar: Þeir sem komast upp með að hækka verð á vörum sínum eða þjónustu gera það. Aðrir verða fyrir miklu hnjaski en verðlag hækkar alla vega. Kynnt er undir verðbólgu. Það gerðist í kjölfar samninganna árið 2019 sem Halldór og Ásdís reiknuðu út og lögðu fyrir félaga í samtökunum sem voru of svifaseinir að fella þá samninga hreinlega. En smám saman óx gremja þeirra og reiðin beindist að reiknimeisturunum.“

Ólafur segir að þrátt fyrir að Halldór Benjamín og Ásdís hafi komið sér út úr húsi hjá SA með samningunum sé hátturinn sá að þar tíðkist ekki að fólk sé hrakið opinberlega í burtu ensog stundum gerist í verkalýðshreyfingunni. Þau hafi fengið færi á að koma sér þægilega fyrir annars staðar.

Þá hafi hins vegar verið komið að forystu Samtaka atvinnulífsins að velja nýjan framkvæmdastjóra samtakanna. Sigríður Margrét Oddsdóttir var valin, vel menntuð og með mikilvæga reynslu úr atvinnulífinu. Talsvert hafi gengið á innan samtakanna áður en niðurstaða náðist um nýjan framkvæmdastjóra sem jafnframt sé aðalsamningamaður þessara stóru samtaka en innan þeirra rúmast iðnaður, verslun, þjónusta, ferðaiðnaður, sjávarútvegur og fjármálastarfsemi. Sem sé nær allt atvinnulífið.

Ólafur segir harðlínumenn í Sjálfstæðisflokknum og Framsókn hafa vilja ná þessari stöðu. Ýmsum hafi verið hafnað og sumir hreinlega verið hlegnir út af borðinu.

Niðurstaðan hafi orðið sú að ráða Sigríði Margréti. Ef hlustað sé á málflutning hennar sem sé bæði skýr og afgerandi sakni maður þess að hún bryddi upp á lausnum sem gætu slegið á verðbólguna og orðið lykillinn að vitrænu samtali við forystu verkalýðshreyfingarinnar. Enn hafi ekki örlað á því.

Sú mæta kona, Sigríður Margrét, ætti nú að kynna sér vel hvernig Þjóðarsáttarsamningunum var komið á.

Þá gáfu allir eftir: Launþegahreyfingin, bændur, stórmarkaðir, ríkið, sveitarfélög, þjónusta, verslun – já, og jafnvel bankar.

Vonin og trúin sé að hjá Samtökum atvinnulífsins verði ekki bara „ný föt – sama röddin.“

Náttfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vill skattleysi eldri borgara – segir þá búna að leggja sitt af mörkum á langri ævi

Vill skattleysi eldri borgara – segir þá búna að leggja sitt af mörkum á langri ævi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fái að reykja mentól sígarettur í fjögur ár í viðbót – Hæfilegur undirbúningstími

Fái að reykja mentól sígarettur í fjögur ár í viðbót – Hæfilegur undirbúningstími
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segja lífeyrissjóði ekki viljuga til að hjálpa Grindvíkingum – „Ekki treystandi til að sýsla með sjóðina okkar“

Segja lífeyrissjóði ekki viljuga til að hjálpa Grindvíkingum – „Ekki treystandi til að sýsla með sjóðina okkar“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fullveldisráðstefna Dansk-íslenska félagsins í Veröld, húsi Vigdísar

Fullveldisráðstefna Dansk-íslenska félagsins í Veröld, húsi Vigdísar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Djöfullinn sjálfur

Óttar Guðmundsson skrifar: Djöfullinn sjálfur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vandamálið í dag er þung greiðslubyrði lána en ekki yfirveðsetning eins og í hruninu, segir umboðsmaður skuldara

Vandamálið í dag er þung greiðslubyrði lána en ekki yfirveðsetning eins og í hruninu, segir umboðsmaður skuldara