fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Tekjur Íslendinga 2022: Ráðherrar lækka flestir í launum en Jón Gunnarsson er tekjuhæstur og Katrín með margfaldar fjármagnstekjur á við Bjarna

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 17. ágúst 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar lækkuðu nokkuð í launum á síðasta ári. Mest lækkar Lilja Alfreðsdóttir, um tæplega 26 prósent. Næstur henni kemur Guðlaugur Þór Þórðarson sem lækkar um 21,5 prósent. Bjarni Benediktsson lækkar um tæp 20 prósent milli ára og Sigurður Ingi Jóhannsson og Svandís Svavarsdóttir um tæp 19 prósent. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra lækkar um 10 prósent milli ára.

Ekki lækkuðu þó allir ráðherrar í launum milli ára. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hækkar um tæp 11 prósent og Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hækkar um ríflega 18 prósent milli ára. Hástökkvarinn í ríkisstjórninni á síðasta ári var hins vegar Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra sem hækkaði í launum á síðasta ári um tæplega 60 prósent en þess ber að geta að bæði Willum og Jón komu inn í ríkisstjórnina í lok nóvember 2021 og voru því ekki á ráðherralaunum nema í rúman mánuð á því ári.

Jón með hæstu launin

Launahæsti ráðherrann á síðasta ári var Jón Gunnarsson, með 2.436.000 krónur á mánuði, 35 þúsund krónum hærri en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Í þriðja sæti var Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, með 2.234.000 krónur á mánuði. Næst honum kom Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, með 2.001.000 krónur á mánuði. Lilja var launahæsti ráðherrann árið 2021 með tæplega 2,7 milljónir á mánuði.

Bjarni Benediktsson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, voru báðir með ríflega 1,9 milljónir í mánaðarlaun á síðasta ári. Aðrir ráðherrar voru með tæplega 1,9 milljónir á mánuði að frátalinni Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tók við dómsmálaráðuneytinu nú í sumar. Á síðasta ári var hún á þingfararkaupi án ráðherraálags og mánaðartekjur hennar námu um 1.340 þúsundum króna.

Sjá einnig: Ragnar Þór lækkar hlutfallslega meira í launum en Halldór Benjamín milli ára

Katrín með sjöfalt hærri fjármagnstekjur en Bjarni

Sjö ráðherrar, þar með talin Guðrún Hafsteinsdóttir, greiddu fjármagnstekjuskatt á síðasta ári. Hugsanlegt er að fleiri ráðherrar hafi haft fjármagnstekjur en verið undir frítekjumarkinu sem er 300 þúsund krónur á ári.

Athygli vekur að hæstu fjármagnstekjurnar hafði Katrín Jakobsdóttir en skattgreiðslur hennar vegna fjármagnstekna gefa til kynna að þær hafi numið röskum þremur milljónum á síðasta ári. Næst hæstu fjármagnstekjurnar hafði Guðrún Hafsteinsdóttir, rúmar 2,3 milljónir. Í þriðja sæti er Jón Gunnarsson en fjármagnstekjur hans námu tæpri 1,5 milljónum. Sigurður Ingi Jóhannsson hafði 721 þúsund í fjármagnstekjur.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er svo í fimmta sæti hvað varðar fjármagnstekjur ráðherra, en hans tekjur námu 428 þúsund krónum á síðasta ári. Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Svandís Svavarsdóttir höfðu bæði um 415 þúsund krónur í fjármagnstekjur á síðasta ári.

Allir ráðherrar VG greiða fjármagnstekjuskatt

Athygli vekur að allir ráðherrar VG greiða skatt af fjármagnstekjum á meðan þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, greiða engan fjármagnstekjuskatt. Ásmundur Einar Daðason og Lilja Alfreðsdóttir, ráðherrar Framsóknar, greiða heldur engan fjármagnstekjuskatt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben