fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Lilja Kristín frá indó til Vodafone

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 23. febrúar 2023 15:30

Lilja Kristín Birgisdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Kristín Birgisdóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður markaðs- og samskiptamála hjá Vodafone. Um er að ræða forstöðumannastöðu innan fyrirtækisins þar sem lykiláhersla verður á að tryggja að samtal Vodafone við viðskiptavini sé ávallt í takt við þarfir viðskiptavina. Lilja Kristín mun einnig bera ábyrgð á vörumerkjauppbyggingu og öðrum markaðsmálum Vodafone.

„Vodafone er með skýra framtíðarsýn þar sem áherslan er á að efla samtalið við viðskiptavini og skapa heildræna þjónustumiðaða upplifun. Ég er mjög spennt að taka þátt í þeirri sóknarvegferð og hlakka til að takast á við fjölbreytt verkefni með því öfluga fólki sem starfar hjá Vodafone. Ég er sannfærð um að reynsla mín og þekking mun nýtast vel í komandi verkefnum,“ segir Lilja Kristín.

Lilja Kristín hefur áralanga reynslu af markaðsmálum og stafrænum verkefnum og kemur hún til Vodafone frá indó þar sem hún stýrði stafrænni markaðssetningu. Þar áður starfaði hún í nokkur ár hjá Krónunni sem sérfræðingur í markaðs- og umhverfismálum og hjá Cintamani sem markaðssérfræðingur og vefstjóri. Lilja Kristín er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands en tók hluta af námi við University of Sussex í Englandi. Lilja hefur jafnframt stundað nám í stafrænni markaðssetningu hjá Háskólanum í Reykjavík og verið í meistaranámi í markaðsfræði við Háskólann á Bifröst.

„ Við bjóðum Lilju Kristínu sérstaklega velkomna til starfa og erum sannfærð um að umfangsmikil reynsla hennar og þekking muni nýtast okkur í að efla enn frekar samtal okkar við viðskiptavini sem og við þróun á nýjum þjónustuleiðum. Við erum sífellt að leita leiða til þess að nýta tækni til þess að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu. Að fá Lilju Kristínu til þess að leiða markaðs- og samskiptamál Vodafone styrkir okkur í þeirri vegferð,“ segir Sesselía Birgisdóttir framkvæmdastjóri sölu-, þjónustu-og markaðsmála Vodafone.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“