fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Þröstur V. Söring nýr framkvæmdastjóri SDR

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 17:30

Þröstur V. Söring

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þröstur V. Söring hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs og Naustavarar og tók hann til starfa um áramótin. Fasteignir í eigu SDR telja um 100.000 fermetra og fyrirhugaðar eru umtalsverðar framkvæmdir á næstu misserum og árum, meðal annars vegna stækkunar Hrafnistuheimila og byggingar leiguíbúða fyrir 60 ára og eldri á vegum Naustavarar. Spurn eftir þeim íbúðum, sem ávallt eru staðsettar í nágrenni og tengslum við hjúkrunarheimili Hrafnistu, hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum. Auk núverandi reksturs yfir 250 slíkra íbúða er um þessar mundir unnið að byggingu tæplega 100 íbúða til viðbótar.

Þröstur hefur á síðustu árum verið framkvæmdastjóri Þróunar og framkvæmda hjá Framkvæmdasýslunni – Ríkiseignum. Áður starfaði hann hjá Isavia sem framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs Keflavíkurflugvallar og bar þar meðal annars ábyrgð á rekstri flugvallarins, öryggisdeildar, flugturns, og farþegaþjónustu.

„Ég hef eins og svo margir aðrir lengi dáðst að því hvað Sjómannadagsráð hefur staðið vel að öllum sínum rekstri, þjónustu og uppbyggingu í þágu eldra fólks. Starfsemi og áframhaldandi uppbygging Naustavarar með leiguíbúðir fyrir eldra fólk í nálægð við þjónustukjarna hjúkrunarheimilanna er bæði stórt verkefni í eignastýringu og nýframkvæmdum. Ég hlakka til samstarfs við það úrvalsfólk sem hér er í því mikilvæga hlutverki sem SDR og Naustavör gegna,“ segir Þröstur.

„Ég býð Þröst hjartanlega velkominn til starfa og vænti mikils af reynslu hans og þekkingu í þeim viðamiklu verkefnum sem eignasvið SDR og Naustavör takast á við alla daga. Í yfir 80 ára sögu Sjómannadagsráðs hefur starfsemin vaxið langt umfram það sem fyrirhugað var í upphafi og ljóst er að ekkert lát verður á víðtækri áframhaldandi uppbyggingu. Þröstur kemur til okkar með mikla þekkingu og reynslu í farteskinu sem við munum án efa njóta góðs af,“ segir Aríel Pétursson formaður stjórnar SDR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben