fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Framkvæmdastjóri SORPU bregst hart við í skriflegu svari – Segir að fullyrðing borgarfulltrúa sé „röng, villandi og skaðleg“

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 26. ágúst 2022 15:02

Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu, og Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins, hefur lengi verið afar áhugasöm um nýtingu á metani sem SORPA framleiðir. Hún hefur lagt fram ýmsar fyrirspurnir til fyrirtækisins um nýtingu á afurðum fyrirtækisins. Á fundi Borgarráðs í gær, fimmtudaginn 25. júní voru teknar fyrir tvær fyrirspurnir hennar, frá 10. júní annarsvegar og 21. júlí hins vegar, og svör framkvæmdastjóra Sorpu, Jóns Viggó Gunnarssonar, við þeim.

Í fyrirspurnunum kvartaði Kolbrún meðal annars yfir því að svör frá Sorpu hefði borist seint og spurði meðal annars út í hvort að rétt væri að sala Sorpu á moltu myndi gefa félaginu verulegar tekjur, eins og hún fullyrti að Jón Viggó hefði sagt í blaðaviðtali. Þá lagði Kolbrún einnig fram eftirfarandi fyrirspurn vegna kaupa á sorphirðubílum fyrir Reykjavíkurborg.

„Flokkur fólksins spyr hvort skoðað hafi verið að kaupa bifreiðar sem ganga fyrir metani en eins og vitað er þá er metan verðlaust hjá SORPU. Ef það hafi ekki verið kannað er óskað skýringar á því. Fullyrt hefur verið af fráfarandi stjórnarformanni SORPU að allt metan sem SORPA framleiðir sé selt. Er það rétt?“ spurði Kolbrún.

Ísköld svör framkvæmdastjórans

Er óhætt að fullyrða að Jón Viggó hafi haft litla þolinmæði fyrir framsetningu fyrirspurna Kolbrúnar og því voru svör hans hvassari en gengur og gerist í stjórnsýslu höfuðborgarinnar.

Vísaði framkvæmdastjórinn því alfarið á bug að svör hefðu borist seint heldur hafi þau borist innan tilsettra marka. Þá kannaðist hann ekki við þær fullyrðingar Kolbrúnar að hann hafi sagt að moltusala myndi afla félaginu tekna. Þvert á móti hafði hann sagt eftirspurnina litla og því væri félagið ekki að njóta neinna tekna af sölu afurðarinnar, sem er of menguð til þess að vera notuð í uppgræðslu lands.

Varðandi kaup á metanbílum svaraði Jón Viggó á þá leið að hann hann hefði ekki forsendur til að svara hvort að Reykjavíkurborg hefði skoðað að kaupa metanbíla en vísaði Kolbrúnu á fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs borgarinnar í maí þar sem hún gæti leitað svara. Hann tók því þó óstinnt upp að verðmæti metangasins væri talað niður og svaraði því með hvössum hætti.

„Fullyrðing borgarfulltrúa um að metan hjá SORPU sé verðlaust er hins vegar beinlínis röng, villandi og skaðleg fyrir orkuskipti á Íslandi,“ skrifaði Jón Viggó.

Vísaði hann svo í að komið hefði fram í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins þann 6. ágúst síðastliðinn hefur SORPA hafið boranir eftir metangasi á urðunarhaug til að auka framboð á metani til að mæta aukinni spurn eftir kaupum á metangasi. Allt metangas sem Sorpa framleiðir væri selt, fullyrti framkvæmdastjórinn svo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG