fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Eyjan

Dómsmálaráðherra Trump er skýr í máli – „Hann ætlar að eyðileggja Repúblikanaflokkinn ef hann fær ekki vilja sínum framgengt“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. nóvember 2022 08:00

Donald Trump vill ógilda stjórnarskrána. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann getur ekki sigrað aftur. Raunar var það honum að kenna að Repúblikönum gekk svo illa í þingkosningum fyrr í mánuðinum og ef hann fær ekki vilja sínum framgengt ætlar hann að eyðileggja Repúblikanaflokkinn. „Hann hótar að brenna flokkinn til grunna.“

Þetta er innihald greinar sem William Barr, sem var dómsmálaráðherra í forsetatíð Donald Trump, skrifaði í New York Post.

„Hann býr ekki yfir þeim hæfileikum sem þarf til að vinna breiðan og endingargóðan sigur, sem ég tel nauðsynlegt til að endurreisa Bandaríkin,“ skrifar Barr.

Barr var dómsmálaráðherra í forsetatíð Trump en lét af embætti í desember 2020, skömmu eftir að Trump tapaði fyrir Joe Biden í forsetakosningunum.

Ráðuneyti Barr fann engar sannanir fyrir staðhæfingum Trump um að rangt hefði verið haft við í kosningunum en það er lygi sem Trump heldur enn fram.

Aðeins er rúm vika síðan Trump tilkynnti að hann sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi flokksins 2024.

Nú stígur Barr fram á sjónarsviðið og tekur afstöðu gegn Trump. Hann segir að meðal þeirra sem hafa verið nefndir sem hugsanlegir forsetaframbjóðendur flokksins þá sé Trump sá sem er ólíklegastur til að geta sameinað flokkinn og sá sem líklegast er að tapi kosningunum.

Hann hrósar Trump fyrir árangur hans í einstökum málum í forsetatíð hans en eins og áður segir telur hann Trump ekki geta náð árangri í næstu kosningum. Ef flokknum eigi að takast að ná Hvíta húsinu aftur þá þurfi frambjóðanda sem höfði til millistéttarinnar í úthverfunum, verkamanna og klassískra íhaldsmanna.

Hann segir einnig að vilji Trump til að eyðileggja flokkinn, ef hann fær ekki sínu framgengt, byggist ekki á prinsippum heldur á sjálfsást hans. Hún geri að verkum að hann geti ekki hugsað um stjórnmálaflokk sem annað en framlengingu á honum sjálfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn ósáttur með niðurskurðartillögur borgarstjórnar – „Færri og ódýrari snittur […] en að öðru leyti sleppur Hirðin“

Þorsteinn ósáttur með niðurskurðartillögur borgarstjórnar – „Færri og ódýrari snittur […] en að öðru leyti sleppur Hirðin“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segist hafa verið illa svikinn – „Þetta myndi ég aldrei gera“

Vilhjálmur segist hafa verið illa svikinn – „Þetta myndi ég aldrei gera“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Engin kona í færeysku landsstjórninni en það stendur allt til bóta

Björn Jón skrifar: Engin kona í færeysku landsstjórninni en það stendur allt til bóta
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Aðgerðahópar Demókrata mynda skjaldborg um Joe Biden

Aðgerðahópar Demókrata mynda skjaldborg um Joe Biden
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Ætti fullveldisdagurinn ekki að vera rauður dagur?“

„Ætti fullveldisdagurinn ekki að vera rauður dagur?“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Anna María skipuð skrifstofustjóri fjármála í matvælaráðuneyti

Anna María skipuð skrifstofustjóri fjármála í matvælaráðuneyti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Adda Guðrún og Hanna Alexandra til Empower

Adda Guðrún og Hanna Alexandra til Empower
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín segist vinna á bak við tjöldin og ber Bjarna og Sigurði Inga góða sögu

Katrín segist vinna á bak við tjöldin og ber Bjarna og Sigurði Inga góða sögu