fbpx
Laugardagur 15.febrúar 2025
Eyjan

„Er það virki­lega hlut­verk ráð­herra að hjálpa gjald­þrota auð­manni að aug­lýsa nýtt fyrir­tæki í ferðamannabransanum?“

Eyjan
Laugardaginn 13. ágúst 2022 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttar Guðmundsson geðlæknir gerir athugasemd við það að ráðherrar hafi mætt í opnunarpartí sjóbaðanna í Hvammsvík, sem eru í eigu Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra WOW air. Óttar ræðir þetta í bakþönkum sínum í Fréttablaðinu.

„Skúli setti flug­fé­lagið WOW glæsi­lega á hausinn í árs­byrjun 2019. Fé­lagið var um­vafið skuldum eins og skrattinn skömmunum. At­vinnu­lífið á Suður­nesjum var slegið í rot og ríkis­sjóður tapaði milljörðum. Or­sakir gjald­þrotsins má rekja til ýmiss konar mis­taka í stjórn og rekstri þessa lág­gjalda­flug­fé­lags. Þar var aðal­lega við Skúla að sakast sem hagaði sér alltaf eins og sjálf­miðað barn í hlut­verka­leik,“ segir Óttar og vandar athafnamanninum ekki kveðjurnar.

Óttar segir að fjölmiðlamenn hafi brugðist hart við er fréttist að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefði mætt í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu árið 2020 sem var á gráu svæði hvað varðaði þágildandi sóttvarnareglur í Covid-faraldrinum. Enginn fjölmiðill geri hins vegar athugasemd við þetta partí. Óttar spyr hvort það sé hlutverk ráðherra að hjálpa gjaldþrota auðmanni að auglýsa nýtt fyrirtæki sitt:

„Þessi saga þvældist þó ekkert fyrir Sjálf­stæðis­ráð­herrunum sem þar flat­möguðu í heitu sjávar­keri á­samt þotu­liðinu og drukku eðal­vín. Enginn blaða­maður spurði af hverju á­byrgðar­menn ríkis­sjóðs tækju þátt í slíkum fögnuði. Hvað varð um hug­tök eins og „pólitísk á­byrgð“, „sam­staða með kjós­endum“ og „arms­lengd frá at­vinnu­lífinu“? Er það virki­lega hlut­verk ráð­herra að hjálpa gjald­þrota auð­manni að aug­lýsa nýtt fyrir­tæki í ferða­manna­bransanum? Við skulum vona að böðin fari ekki sömu leið og vá-flugið sem brot­lenti þrátt fyrir lita­gleði, snobb og flott­heit. En þá verða Sjálf­stæðis­ráð­herrarnir væntan­lega komnir í annað bað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dóra Björt segist tilbúin að axla ábyrgð – „Konurnar verða að koma og taka til þegar karlarnir eru með vesen“

Dóra Björt segist tilbúin að axla ábyrgð – „Konurnar verða að koma og taka til þegar karlarnir eru með vesen“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Verum viðbúin!

Thomas Möller skrifar: Verum viðbúin!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hildur segir útspil Flokks fólksins hafa komið á óvart – Segir dyrnar enn opnar og útilokar engan

Hildur segir útspil Flokks fólksins hafa komið á óvart – Segir dyrnar enn opnar og útilokar engan
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn veiddur í gildru – situr uppi með Svarta-Pétur

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn veiddur í gildru – situr uppi með Svarta-Pétur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dineout setur sinna.is í loftið

Dineout setur sinna.is í loftið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Spá stórtíðindum um helgina – „Við erum búnir að fella meirihlutann í borginni. Hann er sprunginn“

Spá stórtíðindum um helgina – „Við erum búnir að fella meirihlutann í borginni. Hann er sprunginn“