fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Tekist á í Kastljósi – „Einari er kannski vorkunn að koma svona nýr inn og láta teyma sig svolítið af gömlum meirihluta“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 7. júní 2022 21:08

Hildur Björnsdóttir og Einar Þorsteinsson. Skjáskot/RUV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og oddviti Framsóknarflokksins, og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks í borginni, tókust á í Kastljósi kvöldsins en í dag var fyrstu borgarstjórnarfundurinn haldinn eftir að nýr meirihluti tók við.

Sem kunnugt er var myndaður meirihluti Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar þar sem Dagur B. Eggertsson hefur leika í sæti borgarstjóra en Einar Þorsteinsson tekur við því embætti í árslok 2023.

Spurður hvaða mál væru á dagskrá meirihlutans aðeins vegna innkomu Framsóknarflokks leiddi Einar umræðuna að húsnæðismálum. Kjósendur hafi viljað að stjórnmálamenn myndu leysa úr þeim vanda sem steðjar að en nú er mikil umframeftirspurn eftir húsnæði, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. „Framsókn var með mjög einbeitta stefnu í þessu,“ sagði Einar og benti á að með góðri kosningu Framsóknarflokksins hafi meirihlutinn í borginni fallið.

Stefna á 3 þúsund íbúðir á ári

Nú væri því komið að stefnubreytingu varðandi húsnæðismálin þar sem lóðum er úthlutað í nýjum hverfum austar í borginni þar sem gamli meirihlutinn vildi ekki byggja á áður. Síðan þurfi einnig að þétta byggð þar sem það er skynsamlegt.

Framsókn lofaði 3 þúsund nýjum íbúðum á ári en engar tölur um fjölda nýrra íbúða er að finna í stjórnarsáttmálaum. Spurður að hverju sé stefnt sagði Einar að nú þurfi að stofna stýrihóp til að daga saman alla þá þekkingu sem til staðar er í málaflokknum, bæði í stjórnsýslu og hjá almenningi, og skoða hvar sé hægt að flýta framkvæmdum, hvar sé hægt að einfalda ferla í stjórnsýslunni, tala við þá sem eru að byggja og finna skynsamlegar nálganir.

Spyrill spurði þá hvort ætlunin sé að standa við loforð um 3 þúsund nýjar íbúðir á ári, og Einar svaraði. „Við ætlum að reyna að ná því.“

Meira af því sama gamla

Hildur sagði að hún sæi ekki betur en nýi sáttmálinn sé einfaldlega meirihlutasáttmáli um áframhaldandi stefnu gamla meirihlutans, að þau í minnihlutanum sjái glöggt að þarna sé aðeins um að ræða áframhald af sömu málum og voru áður á dagskrá.

„Einari er kannski vorkunn að koma svona nýr inn og láta teyma sig svolítið af gömlum meirihluta og vera talin trú um að þarna séu einhverjar nýjar áherslur í húsnæðismálum,“ sagði Hildur.

Hún sagði ennfremur að öll þau nýju byggingalönd sem talað sé um í sáttmálaum hafi verið á dagskrá gamla meirihlutans og að þessi sáttmáli sé að hennar mati ekki sú ásýnd breytinga sem fólk vildi sjá.

Einar sagði að nú væri „bara pólitíkin byrjuð“ og það væri allt í lagi, en hélt fastur við að um stefnubreytingu væri að ræða í húsnæðismálum borgarinnar.

Hildur hélt fast við sinn keip og sagði ekki hægt að tala um stefnubreytingu fyrr en birtar yrðu tölur um byggingamagn, hvort byggja ætti fleiri íbúðir en áður hafði verið talað um.

Lægsta gjaldið en versta þjónustan

Hildur gagnrýndi síðan að ekki væri gert meira fyrir barnafólk og að áhuga vert yrði að sjá í haust hvort nú yrði staðið við loforð um að öll börn kæmust inn á leikskóla 12 mánaða gömul, en sagðist þó hafa áhyggjur af því að þetta hafi verið orðin tóm.

Einar benti á að leikskólagjöld væru lægst í Reykjavík en Hildur gerði lítið úr því og sagði þjónustuna í Reykjavík hins vegar vera þá verstu þar sem meðalaldur barna sem kemst inn á leikskóla sé hærri en annars staðar og mannekla mikil, svo mikil að börn hafa endurtekið verið send heim vegna hennar.

Í sáttmála nýs meirihluta eru 18 atriði sem eiga fyrst að koma til framkvæmda og sagði Einar að þær ættu allar að verða að veruleika á þessu ári.

Þessi atriði má finna hér:

  • Við ætlum að ráðast í húsnæðisátak og úthluta lóðum í Úlfarsárdal, á Kjalarnesi, á Hlíðarenda, í Gufunesi og á Ártúnshöfða.
  • Við viljum efna til samkeppni um skipulag Keldnalands og Keldnaholts og flýta þannig uppbyggingu svæðanna með tilkomu Borgarlínu.
  • Við ætlum að hefja gerð umhverfismats vegna Sundabrautar.
  • Við ætlum að beita okkur fyrir gerð húsnæðissáttmála ríkis og sveitarfélaga.
  • Við ætlum að hækka frístundastyrk upp í 75 þúsund krónur frá 1. janúar 2023.
  • Við ætlum að hafa ókeypis í sund fyrir börn á grunnskólaaldri.
  • Við ætlum að hafa ókeypis í Strætó fyrir börn á grunnskólaaldri.
  • Við ætlum að koma á næturstrætó.
  • Við ætlum að gera tilraun með miðnæturopnun í einni sundlaug, einu sinni í viku.
  • Við ætlum að setja viðhaldsátak í leik-, grunn- og frístundahúsnæði borgarinnar í forgang og flýta verkefnum eins og kostur er.
  • Við ætlum að hefja átak í betri svefni barna og skoða breytingar á upphafi skóladags.
  • Við ætlum að setja á fót skaðaminnkandi úrræði fyrir unga karlmenn.
  • Við ætlum að stofna framkvæmdanefnd um þjóðarhöll og aðstöðu fyrir börn og unglinga í Laugardal í samvinnu við ríkið.
  • Við ætlum að auglýsa eftir samstarfsaðilum til að þróa hugmyndir um miðstöð jaðaríþrótta í Toppstöðinni í Elliðaárdal.
  • Við ætlum að efna til samkeppni um Dans- og fimleikahús í Efra-Breiðholti.
  • Við viljum ná samstöðu um að stofna áfangastaða- og markaðsstofu ásamt sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til að efla ferðaþjónustu á svæðinu.
  • Við ætlum að hefja framkvæmdir á Hlemmtorgi.
  • Við ætlum að efna til samtals við alla borgarfulltrúa um bættan starfsanda og fjölskylduvæna borgarstjórn. ∙
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins