fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Niðurnítt umhverfi og slysagildrur í Öldutúnsskóla – „Undra mig á því að það líðist að hafa umhverfi barna svona“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. maí 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir nemanda í Öldutúnsskóla hefur vakið athygli DV á afar bágbornu viðhaldi við skólann og sent myndir þessu ástandi til sönnunar. Dóttir konunnar slasaðist í skólanum í dag.

„Ég bara skil ekki hvernig fólk, kennarar og stjórnendur umbera það að börnunum sé boðið upp á þetta. Slysagildur og lítilsvirðing gagnvart umhverfi þeirra. Ég er búin að skrifa bænum, tala við skólastjóra en í dag slasaði dóttir mín sig enn einu sinni á skólalóðinni og því langar mig að athuga hvað er í gangi með umhverfi skólans,“ segir konan.

Konan sendi sveitarfélaginu eftirfarandi erindi vegna þessa ástands þann 5. apríl síðastliðinn:

„Ábending nr. 926: Niðurnítt umhverfi Öldutúnsskóla – slysagildrur Viðhald og umhirða á lóð og húsnæði Öldutúnskóla hefur verið ábótavant. Slysagildra er við inngang á Selinu þar sem nokkur atvik hafa átt sér stað, grindverk eru rifinn, moldarhaugar í stað grasbletta og trjágróður illa farinn. Aðalatriðið er þó þessi slysagildra sem ég kom auga á í fyrrahaust og hefur ekki verið sinnt. Ég undra mig á því að það líðist að hafa umhverfi barna svona. Sendi hér með mynd af grjóthrúgu í tröppum við skólann og óska eftir því að bærinn fari í umhirðu á lóð og umhverfi skólans þannig að börnin séu örugg í sínu umhverfi. Kveðja“

Samkvæmt upplýsingum frá þessari konu barst fyrst kvörtun yfir ástandinu í Öldutúnsskóla frá foreldri árið 2018 en viðkomandi foreldri var meðlimur skólaráðs.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu