fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
Eyjan

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera í kreppu – „Núna er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn afturhald“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 15. janúar 2022 13:00

Valhöll. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, fer yfir ástand íslenskra stjórnmálaflokka, í leiðara blaðsins í dag, sem hann segir vera bágborið.

Sigmundur fjallar þar einna mest um ástand Sjálfstæðisflokksins, stærsta flokks landsins, sem hann segir hafa misst forystuhlutverk sitt. Áður var flokkurinn með hreinan meirihluta í Reykjavík í borgar- og sveitastjórnarkosningum en þarf nú að gera sér að góðu um helming af fylgi sínu frá þeim tíma sem best lét. Flokkurinn hafi líka tapað forystuhlutverki sínu í landsmálum og komist ekki lengur í stjórn án stuðnings vinstri flokka, segir Sigmundur.

Sigmundur segir Sjálfstæðisflokkinn hafa breytt um stefnu þegar kemur að ríkisafskiptum og frjálsum viðskiptum:

„Sjálfstæðisflokkurinn er lentur í málefnalegum þrengslum. Sú var tíðin að aðrir flokkshestar öfunduðu þennan farsæla hægriflokk fyrir breiðan stuðning landsmanna, enda var kjörorðið löngum nokkuð þekkilegt, stétt með stétt – og gott ef það var ekki innistæða fyrir því.

Núna er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn afturhald. Að baki er frjálslyndi og alþjóðasinnaði flokkurinn sem jafnvel verkafólk var tilbúið að styðja, enda var hann trúverðugur vettvangur fólks sem vildi lítil ríkisafskipti og trúði á frelsi einstaklingsins. Núna trúir sami flokkur á ríkisafskipti og treystir ekki frjálsum viðskiptum til sjávar og sveita.“

Sigmundur segir að aðrir flokkar séu líka í kreppu nema einna helst Flokkur fólksins:

„Það er til marks um kreppu gamla fjórflokksins að einn helsti sigurvegari síðustu alþingiskosninga á Íslandi er næsta nýr og nokkuð snúinn flokkur sem kennir sig við fólk. Og í því felst einmitt sigur hans. Hann hugsar um fólk.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ármann kveður bæjarstjórnarpólitíkina

Ármann kveður bæjarstjórnarpólitíkina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ellen Calmon gefur kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar

Ellen Calmon gefur kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svíar hafa áhyggjur af fyrirætlunum Rússa – Hermenn sendir til gæslustarfa á götum úti

Svíar hafa áhyggjur af fyrirætlunum Rússa – Hermenn sendir til gæslustarfa á götum úti
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Var eftirlýst af lögreglunni – Fannst heima hjá forsætisráðherra Svíþjóðar

Var eftirlýst af lögreglunni – Fannst heima hjá forsætisráðherra Svíþjóðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Árni snýr aftur í stjórnmálin

Guðmundur Árni snýr aftur í stjórnmálin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Reynsluboltarnir leita eftir endurkjöri hjá Samfylkingunni – Áhugaverðir nýliðar gætu valdið usla

Orðið á götunni: Reynsluboltarnir leita eftir endurkjöri hjá Samfylkingunni – Áhugaverðir nýliðar gætu valdið usla