fbpx
Laugardagur 25.september 2021
Eyjan

Ný skoðanakönnun – Níu flokkar fá þingmenn kjörna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. september 2021 08:00

Fylgið er á hreyfingu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkurinn er með mesta fylgi stjórnmálaflokkanna og Framsóknarflokkurinn er næststærstur. Þar á eftir koma Samfylkingin og Vinstri græn. Níu flokkar munu fá þingmenn kjörna i kosningunum þann 25. september.

Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem MMR gerði í samstarfi við Morgunblaðið og mbl.is. Samkvæmt niðurstöðunum þá styðja 24,9% kjósenda Sjálfstæðisflokkinn, 13,3% Framsóknarflokkinn, 12,1% Samfylkinguna og 10,8% Vinstri græn. Fylgi annarra flokka mælist innan við 10%.

Miðað við niðurstöður könnunarinnar þá munu níu flokkar fá þingmenn kjörna. Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 47,7% aðspurðra en samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er 49%.

Ef fylgi flokkanna er skoðað þá nýtur Sjálfstæðisflokkurinn stuðnings 24,9% kjósenda og fengi 17 þingmenn. Framsóknarflokkurinn nýtur stuðnings 13,3% kjósenda og fengi 9 þingmenn. Miðflokkurinn nýtur stuðnings 6,6% kjósenda og fengi 4 þingmenn. Viðreisn nýtur stuðnings 8,4% kjósenda og fengi 6 þingmenn. Flokkur fólksins nýtur stuðnings 4,5% kjósenda og fengi 2 þingmenn. Fylgi Samfylkingarinnar mælist 12,1% og fengi flokkurinn 7 þingmenn. Vinstri græn mælast með 10,8% fylgi og fengi flokkurinn 7 þingmenn. Píratar mælast með 9,8% fylgi og fengi flokkurinn 7 þingmenn. Sósíalistar mælast með 8,1% fylgi og fá 4 þingmenn ef þetta verður niðurstaða kosninganna.

Könnunin var gerð 31. ágúst til 3. september og var úrtakið 957 manns en 818 tóku afstöðu eða um 86%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viktor Orri varar við málflutningi Gunnars Smára – „Stórhættuleg viðhorf til meðferðar ríkisvaldsins“

Viktor Orri varar við málflutningi Gunnars Smára – „Stórhættuleg viðhorf til meðferðar ríkisvaldsins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Hef bara aldrei heyrt annað eins“: Erjur Gunnars Smára og Jakobs Bjarnars – „Hættu að gera út á þetta kjánalega hatur á fjölmiðlum“

„Hef bara aldrei heyrt annað eins“: Erjur Gunnars Smára og Jakobs Bjarnars – „Hættu að gera út á þetta kjánalega hatur á fjölmiðlum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mogginn varar við vinstri stjórn – Segir það muni hafa alvarlegar afleiðingar á hag Íslendinga

Mogginn varar við vinstri stjórn – Segir það muni hafa alvarlegar afleiðingar á hag Íslendinga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Góður gangur í hugverkaiðnaði hér á landi – Útflutningstekjur hafa tvöfaldast

Góður gangur í hugverkaiðnaði hér á landi – Útflutningstekjur hafa tvöfaldast
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigríður Á Andersen er stoltust af Landsréttarmálinu – „Já þá er ég það, og ánægð með að sú skipan stendur“

Sigríður Á Andersen er stoltust af Landsréttarmálinu – „Já þá er ég það, og ánægð með að sú skipan stendur“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Myndband: Inga Sæland hlær að Miðflokkskonu – „Mér finnst mjög dónalegt þegar fólk er að hlæja hérna“

Myndband: Inga Sæland hlær að Miðflokkskonu – „Mér finnst mjög dónalegt þegar fólk er að hlæja hérna“