Laugardagur 06.mars 2021
Eyjan

Jarðhræringar á Hengilssvæðinu gætu ógnað raforkuöryggi á höfuðborgarsvæðinu – Þjóðaröryggismál

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. febrúar 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orka náttúrunnar hefur gagnrýnt fyrirætlanir Landsnets um að tengja Fljótsdalsstöð norðan Vatnajökuls við suðvesturhornið. Segir Orka náttúrunnar að slík tenging gagnist aðeins Landsvirkjun sem á Fljótsdalsstöð. Guðmundur I. Ásmundsson, forstjóri Landsnets, segir að málið varði afhendingaröryggi raforku á suðvesturhorninu.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Guðmundi að jarðhræringar á Reykjanesskaga gætu ógnað afhendingaröryggi raforku á suðvesturhorninu. „Ef eitthvað skyldi gerast í þeim efnum og raforkuöryggi höfuðborgarsvæðisins yrði ógnað, væri ágætt að geta fengið orku að norðan eða austan inn á suðvesturhornið svo heimili og fyrirtæki verði ekki fyrir orkuskerðingu,“ er haft eftir honum.

Hann sagði jafnframt að ef eitthvað myndi koma upp á, til dæmis á Hengilssvæðinu þá myndi heita vatnið jafnvel líka detta út á höfuðborgarsvæðinu. Ef sú staða kæmi upp þá sé rafmagn eina leiðin til hitunar.

„Við höfum horft til þess að Evrópuþjóðir líta á það sem þjóðaröryggismál að hafa um 15 prósenta flutningsgetu á milli landa. Við erum með um 5 prósenta flutningsgetu innan landshluta. Ef það er horft á þetta sem þjóðaröryggismál þá geta flutningar raforku milli landshluta skipt sköpum,“ er haft eftir Guðmundi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gerir upp ævintýralegt kjörtímabil – „Allt sem gerðist lítur út fyrir að hafa ekki getað orðið öðruvísi“

Gerir upp ævintýralegt kjörtímabil – „Allt sem gerðist lítur út fyrir að hafa ekki getað orðið öðruvísi“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Bjarna segir réttarríkið trufla Eflingu í aðför að einkafyrirtækjum – Lýsir einræðistilburðum Sólveigar Önnu

Björn Bjarna segir réttarríkið trufla Eflingu í aðför að einkafyrirtækjum – Lýsir einræðistilburðum Sólveigar Önnu