fbpx
Þriðjudagur 04.ágúst 2020
Eyjan

Þorgerður Katrín gagnrýnir ummæli fjármálaráðherra og segir þau gamaldags

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. júlí 2020 07:45

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir ummæli Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um að fjármagn hafi ekki fylgt nýju frumvarpi um gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu sem Alþingi samþykkti í fyrradag, hún segir orð hans gamaldags.

„Það eru ekki liðnir sex tímar frá því að hann samþykkti málið, þegar hann segir þetta. Hann tjáði sig ekki um málið þegar það var tekið fyrir, heldur bara einfaldlega samþykkti það.“

Er haft eftir Þorgerði í Fréttablaðinu en Bjarni sagði í gær að aðeins fyrri hluti málsins hefði verið afgreiddur á þingi.

„Eitt er að veita ráðherra heimild til að semja við sjúkratryggingar, en hann verður líka að hafa fjárheimild til að gera það.“

Sagði hann.

Lagabreytingin sem um ræðir felur í sér að almenn sálfræðiþjónusta og önnur klínísk viðtalsúrræði falla undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Þorgerður segir ummæli Bjarna bera keim af gamaldags nálgun og að hér sé um forvirkar aðgerðir að ræða.

„Við skulum ekki gleyma því að það eru 19 milljarðar sem fara í örorkubætur vegna andlegrar vanheilsu árlega, svo þó að það væri ekki hægt að spara nema brotabrot af því, þá værum við komin með fjármagnið sem til þarf. Ég ætla að vera bjartsýn ég trúi því að allir flokkar hafi raunverulega meint það sem að þeir samþykktu í gær. Ég trúi því ekki fyrr en á reynir að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að standa í vegi fyrir því að við höldum áfram með þetta lífsgæða framtíðarmál.“

Er haft eftir henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Átta ný innanlandssmit
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Ingi sér rautt yfir Sigmundi Davíð – Lilja sögð stefna á formannsstól

Sigurður Ingi sér rautt yfir Sigmundi Davíð – Lilja sögð stefna á formannsstól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sláandi frétt CBS um „vænissjúkan“ sendiherra á Íslandi – Vill byssu, brynvarðan bíl og stunguvesti

Sláandi frétt CBS um „vænissjúkan“ sendiherra á Íslandi – Vill byssu, brynvarðan bíl og stunguvesti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rio Tinto kvartar til Samkeppniseftirlitsins

Rio Tinto kvartar til Samkeppniseftirlitsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir harðlega afskipti af Lífeyrissjóði verslunarmanna: „Grafið undan lífeyrissjóðum“

Gagnrýnir harðlega afskipti af Lífeyrissjóði verslunarmanna: „Grafið undan lífeyrissjóðum“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ragnar Þór stendur við yfirlýsinguna um að Lífeyrissjóður verslunarmanna taki ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair

Ragnar Þór stendur við yfirlýsinguna um að Lífeyrissjóður verslunarmanna taki ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Gunnar Smári sendir stjórnendum Icelandair væna pillu – „Þetta getur því ekki endað nema illa“

Gunnar Smári sendir stjórnendum Icelandair væna pillu – „Þetta getur því ekki endað nema illa“