fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Ætternisstapi: Og þurfum vér af engu voru foreldri þyngsl að hafa né þrjósku

Egill Helgason
Mánudaginn 30. mars 2020 13:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Bandaríkjunum voru um tíma uppi hugmyndir um að fórna mætti veikluðu og gömlu fólki til að hagkerfið gæti haldið áfram að rúlla mitt í covid19 faraldrinum.  Vararíkisstjóri í Texas, Dan Patrick, talaði um að gamla fólkið mynd líklega með glöðu geði fórna lífinu svo yngra fólkið gæti dafnað. Sumir tóku undir þetta, en almennt fékk það ekki góðan hljómgrunn.

Þetta minnir nokkuð á hinn forna norræna  Ætternisstapa sem sagt er frá í Gautrekssögu, einni af fornaldarsögum Norðurlanda.

„Hér er sá hamar við bæ vorn, er heitir Gillingshamar, og þar í hjá er stapi sá, er vér köllum Ætternisstapa. Hann er svo hár og það flug fyrir ofan, að það kvikindi hefir ekki líf, er þar gengur fyrir niður. Því heitir það Ætternisstapi, að þar með fækkum vér vort ætterni, þegar oss þykir stór kynsl við bera, og deyja þar allir vorir foreldrar fyrir utan alla sótt og fara þá til Óðins, og þurfum vér af engu voru foreldri þyngsl að hafa né þrjósku, því að þessi sældarstaður hefir öllum verið jafnfrjáls vorum ættmönnum, og þurfum eigi að lifa við fjártjón og fæðsluleysi né engi önnur kynsl eða býsn, þótt hér beri til handa.“

Ætternisstapaminnið má reyndar  finna í nýrri kvikmynd sem heitir Midsommar. Það er hálfgerð hryllingsmynd, gerist í nútímanum í sérkennilegu samfélagi í Svíþjóð, allir eru hvítklæddir, með blóm í hárinu, en gamalt og örvasa fólk varpar sér af fúsum og frjálsum vilja fram af háu bjargi, semsagt Ætternisstapa eða ättestupa líkt og það heitir á sænsku.

Ég hef áður vitnað í vin minn Bjarna Sigtryggsson á þessari síðu. Bjarni benti mér á kafla sem er að finna í Svaða þætti og Arnórs kerlingarnefs. Þar segir frá ómenninu Svaða sem bjó á Svaðastöðum í  Skagafirði. Hallæri var í landi og Svaði vildi ráða bót á því með eftirfarandi hætti:

„Það var einn morgun að hann kallaði saman marga fátæka menn. Hann bauð þeim að gera eina mikla gröf og djúpa skammt frá bæ sínum við almannaveg. En þeir hinir fátæku urðu fegnir ef þeir mættu hafa amban erfiðis síns með nokkuru móti og slökkva sinn sára hungur. Og um kveldið er þeir höfðu lokið grafargerðinni leiddi Svaði þá alla í eitt lítið hús.

Síðan byrgði hann húsið og mælti síðan til þeirra er inni voru: „Gleðjist þér og fagnið þér því að skjótt skal endir verða á yðvarri vesöld. Þér skuluð hér búa í nótt en á morgun skal yður drepa og jarða í þeirri miklu gröf er þér hafið gert.“

En er þeir heyrðu þann grimma dóm fyrir sitt starf, er þeim var dauði ætlaður.“

Sagan endar á því að góðir menn koma í veg fyrir áform Svaða, hann hlýtur makleg málagjöld, því hann fellur sjálfur ofan í gröfina sem hann hafði ætlað  fátæklingunum  og hlýtur bana af, og er skrifað að “ hans illska og vondskapur féll honum sjálfum í höfuð“.

Svona var tekið á þessum hugmyndum – sem endurómuðu í máli Trumps þegar hann sagði á einum fundinum vilja opna allt upp á gátt fyrir páska– í forystugrein í Washington Post. Eins og segir er þetta heldur ekki raunverulegt val, mannfallið yrði skelfilegt þegar sjúkrastofnanir myndu yfirfyllast af veiku fólki.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG