fbpx
Sunnudagur 20.september 2020
Eyjan

Grikkir sitja uppi með vanda sem þeir áttu engan þátt í að skapa sjálfir

Egill Helgason
Mánudaginn 2. mars 2020 21:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flóttamannavandinn í Grikklandi ágerist nú á nýjan leik. Við sjáum  nýskeð í Kveik sláandi umfjöllun um aðstæður í flóttamannabúðum á eyjunni Lesbos. Það er ljóst að Grikkir ráða ekki við þennan vanda enda vart komnir úr djúpri kreppu sem á varla sinn líka á Vesturlöndum í seinni tíð.

Nú hafa Tyrkir brugðið á það ráð að opna land sitt fyrir straumi flóttamanna sem kemur frá Sýrlandi. Manngrúanum er stefnt til Grikklands. Samskipti Grikkja og Tyrkja hafa farið mjög versnandi undanfarið vegna yfirgangs Erdogans forseta og duttlungafullrar hegðunar hans. Þannig búa Grikkir nú við stöðugar ögranir frá Tyrkjum. Og nú er Erdogan að nota flóttafólk líkt og vopn.

Grikkir hafa brugðið á það ráð að loka landamærum sínum eins og hægt er. Ríkisstjórnin segist ekki munu taka við nýjum umsóknum um hæli næsta mánuðinn. Það hefur komið til átaka milli lögreglu og flóttafólks.

Þetta er afar sorgleg saga. Flóttafólkið vill komast til Evrópu en eins og mál hafa þróast undanfarin ár eru það Grikkir sem sitja uppi með vandann. Evrópusambandið gerir alltof lítið til að hjálpa, horfir helst í hina áttina –Bandaríkin og Rússland sem beinlínis hafa tekið þátt í stríðsátökum gera ekkert fyrir flóttamennina  –  og nú lýsa Sameinuðu þjóðirnar því yfir að Grikkir megi ekki hætta að taka við hælisumsóknum. Að líkindum virðir gríska stjórnin það að vettugi.

En þetta er óþolandi ástand. Tyrkir hafa náttúrlega sinn mikla fjölda flóttafólks. En þeir standa líka í stríðsátökum en þar liggur uppruni hins mikla fólksflótta. Grikkir eiga hins vegar enga aðild þar að. Þeir þurfa að bera þunga bagga vegna ógnaratburða sem þeir eiga engan þátt í að orsaka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Meirihlutinn manni færri – Rósa Björk hætt í VG

Meirihlutinn manni færri – Rósa Björk hætt í VG
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þingmaður greindist með COVID-19 – Alþingi meðvitað um stöðuna

Þingmaður greindist með COVID-19 – Alþingi meðvitað um stöðuna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi segir fulla ástæðu til að rasskella aðra fulltrúa – „Svona hefur þetta verið um langt árabil“

Bæjarfulltrúi segir fulla ástæðu til að rasskella aðra fulltrúa – „Svona hefur þetta verið um langt árabil“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gefur lítið fyrir auglýsingaherferð – „Jafn neyðarlegt að horfa á þau og afhendingu Grímuverðlauna“

Gefur lítið fyrir auglýsingaherferð – „Jafn neyðarlegt að horfa á þau og afhendingu Grímuverðlauna“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Erlendir ferðamenn skiluðu 11 til 13 milljörðum í sumar – Innlend neysla bætti upp tekjutapið

Erlendir ferðamenn skiluðu 11 til 13 milljörðum í sumar – Innlend neysla bætti upp tekjutapið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sökklar steyptir undir smáhýsi í Gufunesi fyrir fólk í vímuefnavanda – Íbúar í Grafarvogi deila á framkvæmdirnar

Sökklar steyptir undir smáhýsi í Gufunesi fyrir fólk í vímuefnavanda – Íbúar í Grafarvogi deila á framkvæmdirnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Páll segir egypska fjölskylduföðurinn vera „ósvíf­inn“ og Mogginn tekur undir – „Sam­tök­in eru viður­kennd öfga­sam­tök“

Páll segir egypska fjölskylduföðurinn vera „ósvíf­inn“ og Mogginn tekur undir – „Sam­tök­in eru viður­kennd öfga­sam­tök“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi húsnæði fyrir heimilislausa til leigu – Þrjú hús og 30 herbergi

Fyrrverandi húsnæði fyrir heimilislausa til leigu – Þrjú hús og 30 herbergi