fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

„Útlend veira“

Egill Helgason
Fimmtudaginn 12. mars 2020 17:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bann Donalds Trump við ferðalögum frá Evrópu – sem nær ekki til Bretlands og ekki til Bandaríkjamanna sem eru á ferðinni – hefur væntanlega afskaplega litla þýðingu í sóttvarnarskyni.

Þetta er pólitísk aðgerð, gerð til að sýna að sé verið að taka fast á málunum, og að þetta snúist um „okkur“ gegn „hinum“. Trump talar sérstaklega um covid 19 sem „útlenda veiru“ – foreign virus.

Það er reyndar dálítið kaldhæðnislegt að Spánverjar hafa setið uppi með heitið spænska veikin. Skýringin er ekki sú að veiran hafi komið upp á Spáni, heldur sú að á stríðsárunum þegar hún tók að geisa var ritskoðun víðast annars staðar en á Spáni var sagt opinberlega frá fjölda tilfella.

Menn eru ekki enn búnir að komast að því hvar inflúensan 1918 átti upptök sín – það gæti hafa verið í Kansas eða í Kína.

En veirur eiga auðvitað ekkert ríkisfang, þeim er víst alveg sama um slikt. Þær eru hluti af lífríki jarðarinnar – svo einfalt er það.

Nú er reyndar komið á daginn að nokkrir Íslendingar sem hafa smitast undanfarið hafa orðið fyrir því óláni í Bandaríkjunum að því er virðist.

Veiran hefur semsagt borist víða um Bandaríkin og ferðabannið frá Evrópu stöðvar hana ekki – það vantar hins vegar miklu betri skimun fyrir veirunni í þessu stóra landi. Það er svo dálítið kaldhæðnislegt að sjálfur Donald Trump virðist hafa komist í snertingu við covid 19 fyrir fáum dögum. Þá var félagi hans Jair Bolsonaro Brasilíuforseti i heimsókn i Mar-a-lago en með í ferð var blaðafulltrúi sem nú er komið í ljós að var smitaður. Hér stendur hann við hliðina á Trump með húfu sem stendur á „Make Brazil Great Again„. Myndin birtist á Twittersíðu Fabio Wajngarten en svo heitir blaðafulltrúinn.

Tyrkir lúta nú stjórn manns með miklar einræðistilhneigingar – líkt og sumir aðrir heimsleiðtogar – og þar í landi hefur verið í gangi umræða um hvort Tyrkir séu hugsanlega ónæmir fyrir veirunni, að hún nái ekki að smita tyrknesk gen. Grikkir sem kalla Erdogan „soldáninn“ gera grín að þessu, en svona birtist það í þætti í tyrkneska sjónvarpinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Í gær

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli