fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Ágúst Ólafur lýsir eftir umhverfisráðherra – „Hvar var umhverfisráðherrann . . .?“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. október 2020 07:51

Ágúst Ólafur lýsir eftir umhverfisráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega birti Stundin umfjöllun um umhverfismál þar sem fram kemur að ekkert gler hafi verið endurunnið hér á landi síðustu 30 árin. Ísland er eina Evrópulandið sem endurvinnur ekkert af eigin glerúrgangi.

Þessi grein varð Ágústi Ólafi Ágústssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, tilefni til skrifa á Facebook í gær þar sem hann lýsti eftir umhverfisráðherra, Guðbrandi Inga Guðbrandssyni. Auk þess segir hann að sú staðreynd að ekkert gler hafi verið endurunnið hér á landi sé hugsanlega brot á EES-samningnum. Í færslu sinni lýsir Ágúst eftir núverandi umhverfisráðherra og ekki bara vegna þessa máls.

  1. Hvar var umhverfisráðherrann þegar kom að leyfa veiðar á 15 fuglategundum sem eru á skilgreindum válistum yfirvalda sem þýðir að þær eru í hættu?
  2. Hvar var umhverfisráðherrann þegar ríkisstjórnin heimilaði stórhvalaveiðar næstu árin?
  3. Hvar var umhverfisráðherrann þegar kom að loftlagsáætlun sem gengur talsvert skemur en hjá nágrannaþjóðum okkar (stefna Íslands er að draga úr losun um 40% en Danmörk er miklu metnaðarfyllri með 70%, ESB ríkin með 60% og Noregur með 55%).
  4. Hvar var umhverfisráðherrann þegar aukning til umhverfismála í næstu fjárlögum hans nemur einungis 0,1% af landsframleiðslu?
  5. Hvar var umhverfisráðherrann þegar ákveðið var að málefnasviðið „náttúrvernd, skógrækt og landgræðsla“ fengi LÆKKUN á næsta ári eins og er í fjárlagafrumvarpi þessarar ríkisstjórnar?
  6. Og hvar hefur umhverfisráðherra Vinstri grænna verið undanfarin þrjú ár þegar kemur að endurvinnslu glers?“

Segir Ágúst í færslu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus