fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Starfsfólk borgarinnar hefur keypt veitingar fyrir 800.000 á Vinnustofu Kjarvals

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. október 2020 06:40

Vinnustofa Kjarvals. Mynd: Reitir fasteignafélag

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 1. nóvember 2019 til 31. ágúst 2020 greiddi Reykjavíkurborg 821.088 krónur fyrir veitingar á Vinnustofu Kjarvals. Starfsfólk borgarinnar hefur aðgang að Vinnustofu Kjarvals, sem er vinnu- og samkomurými við Austurvöll, í gegnum samning borgarinnar við eigendur vinnustofunnar. Greiðir borgin 1,6 milljónir á ári fyrir aðganginn.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hafi lagt fram fyrirspurn um þetta í júní og nú hafi henni verið svarað. Þessar 821.088 krónur eru umfram þær 1,6 milljónir sem eru greiddar fyrir aðgang. Í aðganginum er innifalið kaffi úr vél og kolsýrt vatn. Greitt er sérstaklega fyrir sérgerða kaffidrykki, gosdrykki og aðrar veitingar, þar með talið áfenga drykki.

Í svari borgarritara kemur fram að um sé að ræða kostnað vegna veitinga á starfsdögum, vegna starfsþróunarsamtala, funda, námskeiða og ráðstefna hjá þeim starfseiningum borgarinnar sem eru með aðgangskort.

Mesti kostnaðurinn var hjá Þróunar- og nýsköpunarsviði, um 270.000 krónur. Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara kom þar á eftir með tæplega 155.000 krónur og Menningar- og ferðamálasvið var með rúmlega 120.000 krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki