fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Eyjan

„Opið sjókvíaeldi er ein mesta ógn sem steðjar að umhverfinu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 14. október 2020 18:58

Gunnlaugur Stefánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnlaugur Stefánsson, fyrrverandi alþingismaður, fer hörðum orðum um opið sjókvíaeldi í grein á Vísir.is í dag. Gunnlaugur segir að með þeirri ákvörðun sinni að veita norska fiskeldisfyrirtækinu Löxum eignarhaldsfélagi leyfi til laxeldis í opnum kvíum í Reyðarfirði hafi stofnunin fært Norðmönnunum 37 milljarða króna á silfurfati:

„Matvælastofnun gaf nýlega norska fiskeldisfyrirtækinu Löxum eignarhaldsfélagi ehf leyfi til að ala tíu þúsund tonn af norskum og frjóum laxi í opnum sjókvíum í Reyðarfirði og til viðbótar sex þúsund tonna framleiðslu sem er þar fyrir. Fyrirtækið hyggst því ala samtals sextán þúsund tonn af laxi í firðinum. Á uppboði á laxeldisleyfum í Noregi 20. ágúst s.l. keypti laxeldisfyrirtækið Salmar, sem er m.a. stórtækt í laxeldi í Arnarfirði, Patreksfirði og Tálknafirði, átta þúsund tonna leyfi og greiddi fyrir það 30 milljarða íslenskar krónur. Íslensk stjórnvöld voru því að gefa norskum eldisrisa nýtt laxeldisleyfi í Reyðarfirði sem hefði þurft að borga 37 milljarða fyrir í Noregi.“

Gunnlaugur segir að Matvælastofnun beiti þeim lagaákvæðum sem hentar hverju sinni til að veita leyfi af þessu tagi. Gunnlaugur segir opið skjókvíaeldi vera umhverfisógn:

„Opið sjókvíaeldi er ein mesta ógn sem steðjar að umhverfinu. Það hefur reynslan staðfest. Þess vegna hefur þróunin í nágrannalöndum okkar verið að beina eldinu upp á land eða í lokuð kerfi sem uppfylla ítrustu umhverfiskröfur. Á matvælamörkuðum heimsins er oftar spurt um uppruna vörunnar og þeim fjölgar ört í hópi neytenda sem neita að borða fisk úr opnum sjókvíum þar sem lúsin herjar, eiturefnum er mokað ofan í kvíarnar og úrgangurinn mallar í kringum fiskinn.“

Íslendingar séu hins vegar mjög kærulausir gagnvart þessari eldisaðferð. Mótvægisaðgerðir beinist að sleppingum stórra fiska: „En reynslan í nágrannalöndum staðfestir, að mesta ógnin stafar af seiðasleppingum úr kvíum sem síðar verða kynþroska fiskar og þekkjast ekki ómerktir frá villtum laxi í veiðiánum. Þá er opinbert eftirlit með eldinu í molum. Eldisiðjan á að hafa eftirlit með sjálfri sér og tilkynna ef eitthvað fer úrskeiðis. Er það trúverðugt? Enda er Ísland eins og paradís fyrir útlenska eldisrisa sem eru á flótta með opna eldið vegna skelfilegrar reynslu fyrir villta fiskistofna og umhverfið í heimabyggð. Svo fá þeir leyfin á Íslandi ókeypis ofan á allt saman.“

Gunnlaugur gagnrýnir lífeyrissjóðinn Gildi fyrir að ætla að fjárfesta fyrir milljarða af lífeyrissparnaði launafólks í fiskeldi. Segir hann litla fagmennsku vera að baki ákvörðun lífeyrissjóðsins.

Gunnlaugur segir að lokum:

„Hvað getur hamið græðgina gegn náttúrunni?

Þess verður skammt að bíða, að Ísland verði að athlægi utan landsteinanna fyrir nýlenduhegðun útlenskra eldisrisa og undirlægju stjórnvalda gagnvart sjókvíaeldinu.“

 

Sjá grein Gunnlaugs

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Reiknað með 119 milljarða króna halla á ríkissjóði á næsta ári

Reiknað með 119 milljarða króna halla á ríkissjóði á næsta ári
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn ósáttur með niðurskurðartillögur borgarstjórnar – „Færri og ódýrari snittur […] en að öðru leyti sleppur Hirðin“

Þorsteinn ósáttur með niðurskurðartillögur borgarstjórnar – „Færri og ódýrari snittur […] en að öðru leyti sleppur Hirðin“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur sorgmæddur og dapur eftir að vera „stunginn í bakið“

Vilhjálmur sorgmæddur og dapur eftir að vera „stunginn í bakið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Engin kona í færeysku landsstjórninni en það stendur allt til bóta

Björn Jón skrifar: Engin kona í færeysku landsstjórninni en það stendur allt til bóta
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áfram deilt um umdeild áform um auglýsingaskilti við Klambratún – „Hættið þessari vitleysu“

Áfram deilt um umdeild áform um auglýsingaskilti við Klambratún – „Hættið þessari vitleysu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Ætti fullveldisdagurinn ekki að vera rauður dagur?“

„Ætti fullveldisdagurinn ekki að vera rauður dagur?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarliðar lögðust gegn því að veita tekjulágum eldri borgurum desemberuppbót – „Svona á velferðarþjóðfélag ekki að virka“

Stjórnarliðar lögðust gegn því að veita tekjulágum eldri borgurum desemberuppbót – „Svona á velferðarþjóðfélag ekki að virka“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Adda Guðrún og Hanna Alexandra til Empower

Adda Guðrún og Hanna Alexandra til Empower