fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
Eyjan

Allt á suðupunkti á Facebook-síðu Ásmundar – Sakar góða fólkið um að fara í manninn en ekki boltann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 27. september 2020 19:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pistill sem Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði á föstudagskvöld hefur farið öfugt ofan í marga þó að margir taki undir með honum. Ásmundur varar þar við straumi hælisleitenda til landsins.

Sjá einnig: Ásmundur varar við hælisleitendum – „Eigum við ekki nóg með okkur sjálf?“

Pistillinn var svohljóðandi:

„Í Flugstöðinni bíða nú 17 hælisleitendur sem voru að koma til landsins í dag eftir flutningi til Reykjavíkur. Fiskisagan um að á Íslandi sé fólki veitt hæli fær byr undir báða vængi. Allt þetta fólk þarf að komast í einangrun til Reykjavíkur. Það þarf að gera í mörgum ferðum á bílum því fólkið má ekki vera saman nema hjón eða fjölskyldur. Þá taka 17 manns í einangrun eða sótthví töluvert húsrými og þyngja yfirlestað heilbrigðiskerfi.

Eigum við ekki nóg með okkur sjálf núna?“

Ásmundur hefur verið sakaður um útlendingaandúð og óvandaðan málflutning með þessari færslu sinni. Ógnarlangir þrætuhalar hafa myndast undir færslu hans. Ásmundur myndast við að svara einhverjum af ávirðingunum í ummælum í dag og beinir þar spjótum sínum að Grími Atlasyni, framkvæmdastjóra Geðhjálpar, sem hafði meðal annars hent gaman að stafsetningu Ásmundar:

„Nú sést greinilega hvernig góða fólkið bregst við því að ég segi frá því að til landsins komu 17 hælisleitendur á laugardaginn. Flestir þeirra sem mótmæltu því að ég væri að flytja þessi skilaboð fóru í mig persónulega. 

Grímur Atlason

 framkvæmdastjóri Geðhjálpar fór yfir óhæfi mitt að hafa stafsett eitt orð með h-í í stað k-i. Djúpt hjá framkvæmdastjóra Geðhjálpar og þeir geta haldið áfram að reita á sér hárið að hafa slíkan snilling í vinnu. Þá eru margir áhugasamir um að draga fram aksturinn minn og kemur þessu máli lítið við frekar en hvor h er í sóttkví eða ekki. Píratadrengurinn fer í nasistana eins og þeim er svo gjarnt að gera. Hitler er þeirra fyrirmynd í öllum málflutningi sem gengur út á það að segja ósannindinn nógu oft svo fólk fari að trúa þeim, gagnríni i þeirra hefur engin landamæri frekar en ómerkilegheitin. Þá er það hópurinn sem kallar mig aumingja, hyski eða auðnuleysingja stór hluti af þeim sem hafa ekkert annað fram að færa í umræðunni en að fara í manninn ekki boltann. Það er auðvitað eina sem þau geta þegar sannleikurinn blasir við. Er það nokkuð skrítið að fólk hristi höfuðið yfir þessari umræðu. Hún er sett fram til að fæla fólk frá því að taka þátt í málefnalegri umræðu. Þess vegna hringja margir til mín eða senda mér persónuleg skilaboð því þeir vilja hvorki fá þennan óþverra yfir sig eða fjölskyldur sínar. Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar og hans líkar setja umræðuna á þetta stig.“

Grímur svarar Ásmundi og veltir fyrir sér hvers vegna hann sé að draga starf hans inn í umræðuna:

„Þú ert ansi selektívur í skilgreiningu þinn á því hvað er að fara í manninn og hvað ekki. Þú gefur upp með ótrúlegri færslu sem ýtir undir fordóma og sundrungu. Það er ekki í fyrsta skipti og væntanlega ekki í það síðasta. Þegar hirðin tekur undir með þér og tekur að hjóla í mann og annan með fleipur og lygar þá gerir þú ekkert þó þú vitir betur.
Nokkur atriði sem ég ætla að benda þér á:
1. Þú kýst að draga starf mitt hér inn og ítrekar það eins og það komi málinu eitthvað við hvað ég starfa. Það að þú haldir með ÍBV, ég með Val, þú sért í Oddfellow og ég í Rengivinafélaginu kemur málinu ekkert við. Ég er Grímur Atlason og ég á mér líf og lífsskoðanir sem ég hef stjórnarskrárvarinn rétt til að tjá.
2. Lestu færsluna þína aftur sem kveikti þetta bál. Hverjir eru t.d. þessir „við“? Hvenær verður maður „við“ og hvenær ekki? Er systir mín sem er hálfgrísk og ólst upp í Grikklandi „þau“ eða „við“? Er barn sem ættleitt var frá Kína eða Tógó „við“ eða „þau“? Er Hlal sem rekur Mandi „þau“ eða „við“? Er „góða fólkið“ „við“ eða „þau“?
3. Að gera grín að stafsetningu er ómerkileg aðferð í rökræðu. Ég bið þig afsökunar á því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólga í Miðflokknum fyrir aukalandsþing – Sagðir vilja halda Vigdísi frá völdum

Ólga í Miðflokknum fyrir aukalandsþing – Sagðir vilja halda Vigdísi frá völdum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Skjóta fast til baka á Áslaugu – „Orð ráðherra um að fréttamaður hafi ekki greint rétt frá eru tilhæfulaus“

Skjóta fast til baka á Áslaugu – „Orð ráðherra um að fréttamaður hafi ekki greint rétt frá eru tilhæfulaus“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir meirihlutann fórna almannahagsmunum fyrir stundargróða

Segir meirihlutann fórna almannahagsmunum fyrir stundargróða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kjartan er látinn – Merkur ferill

Kjartan er látinn – Merkur ferill
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur segir að Bjarni sé pirraður – „Eins og hann sé yfir þetta allt saman hafinn“

Guðmundur segir að Bjarni sé pirraður – „Eins og hann sé yfir þetta allt saman hafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Ómerkilegur popúlismi“ segir Morgunblaðið um fyrirspurn Þorgerðar

„Ómerkilegur popúlismi“ segir Morgunblaðið um fyrirspurn Þorgerðar