fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Gagnrýnir harðlega afskipti af Lífeyrissjóði verslunarmanna: „Grafið undan lífeyrissjóðum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. júlí 2020 13:33

Óli Björn Kárason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, birtir í Morgunblaðinu í dag grein þar sem hann fer yfir málefni lífeyrissjóða, fyrst og fremst í ljósi umræðu undanfarið í tengslum við kjaradeilu Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ). Sú ákvörðun Icelandair fyrir síðustu helgi að slíta samningaviðræðum og segja upp öllum flugfreyjum vakti hörð viðbrögð. Icelandair og flugfreyjur undirrituðu síðan nýjan samning um helgina sem núna er í atkvæðagreiðslu á meðal félaga í FFÍ. Þær raddir hafa heyrst að þetta útspil Icelandair hafi verið liður í að þvinga flugfreyjur í raun til að samþykkja kjarasamning sem þær höfðu áður fellt lítið breyttan.

Yfirlýsing Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, í tilefni þessarar ákvörðunar Icelandair, vakti líka hörð viðbrögð, en hann beindi þeim tilmælum til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna, að greiða atkvæði gegn því að sjóðurinn tæki þátt í hlutafjárútboði Icelandair.

Óli Björn Kárason telur að þessir atburðir séu tilefni til þess að auka valfrelsi í lífeyrismálum til að losa launafólk undan forræði forystumanna stéttarfélaga og auka möguleika til að nýta séreignarsparnað og byggja upp eigin lífeyrissjóð með milliliðalausir fjárfestingu í atvinnulífinu.

Óli Björn bendir á að Icelandair sé eitt stærsta og mikilvægasta fyrirtæki landsins og segir:

„Icelandair þarf ekki aðeins að ná samningum við starfsmenn og lánardrottna til að tryggja framtíð félagsins heldur einnig sækja aukið áhættufé frá fjárfestum. Lífeyrissjóður verzlunarmanna er einn stærsti hluthafinn með um 11,8% hlutafjár (miðað við síðustu áramót). Bókfært verðmæti eignarhlutarins er um 4,9
milljarðar.“

Icelandair þarf ekki aðeins að ná samningum við starfsmenn og lánardrottna til að tryggja framtíð félagsins heldur einnig sækja aukið áhættufé frá fjárfestum. Lífeyrissjóður verzlunarmanna er einn stærsti hluthafinn með um 11,8% hlutafjár (miðað við síðustu áramót). Bókfært verðmæti eignarhlutarins er um 4,9 milljarðar.“

Óli Björn segir að stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verslunarmanna verði að hafa burði til að taka sjálfstæða ákvörðun sem byggi aðeins á faglegu mati og með hagsmuni sjóðsfélaga að leiðarljósi:

„Verði látið undan þrýstingi eða háværum og ofsafengnum yfirlýsingum glatast traustið sem nauðsynlegt er að stjórnir lífeyrissjóða njóti. Og eitt er víst: Það verður launafólk sem ber kostnaðinn, ekki hinir háværu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega