fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Þórhildur Sunna fékk nóg og sagði af sér formennsku í beinni

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 15. júní 2020 15:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata, og formaður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþing­is, sagði af sér formennsku í nefndinni á þing­fundi í dag.

Tilefnið er að meirihlutinn standi í vegi fyrir frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar:

„Til­raun­ir okk­ar í minni­hluta stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar til að sinna eft­ir­lits­hlut­verki nefnd­ar­inn­ar hafa ein­ung­is orðið meiri­hlut­an­um til­efni til valdníðslu og linnu­lausra árása. Skír­asta dæmið um þetta er hvernig meiri­hlut­inn stend­ur í vegi fyr­ir frum­kvæðis­at­hug­un á hæfi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, en for­sæt­is­ráðherra kall­ar það góða niðustöðu,“

sagði Þór­hild­ur.

Þöggun og kúgun

Hún sagði meirihlutann setja hættulegt fordæmi og veikja eftirlitshlutverk Aþingis með framgöngu sinni og ásakaði stjórnarmeirihlutann um þöggun og kúgun:

„Til að rétt­læta þessa aðför sína kýs meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar að draga per­sónu mína sí­fellt niður í svaðið og nota mig sem blóra­bögg­ul. Þessi aðferðarfræði, að skjóta sendi­boðann er þaul­reynd þögg­unn­ar og kúg­un­ar taktík.“

Hún greindi síðan frá því að hún segði af sér formennsku:

„Ég mót­mæli þess­ari aðför, mér mis­býður þetta leik­rit og ég ætla ekki að taka þátt í því leng­ur. For­mennsku minni í þess­ari nefnd er hér með lokið.“

Fyrsti varaformaður nefndarinnar er Líneyk Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“