fbpx
Mánudagur 27.september 2021
Eyjan

Ákvörðun Hafró um laxeldi fagnað fyrir vestan – „Miklar fréttir fyrir samfélögin við Ísafjarðardjúp – Nú er bara fulla ferð áfram!“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 19. mars 2020 11:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafrannsóknarstofnun Íslands hefur ráðlagt að leyft verði laxeldi í Ísafjarðardjúpi með allt að 12 þúsund tonna lífmassa, en burðarþolsmatið en 30 þúsund tonn. Einnig er lagt til að leyft verði 2.500 tonna heildarlífmassi í Önundarfirði, en ekki er heimilað laxeldi innan línu frá Æðey í Ögurnes. Ef notuð verði 400 gramma seiði má heildarlífmassinn vera 14 þúsund tonn. Þetta kom fram í kynningu Hafró í morgun og BB.is greinir frá.

Miklar fréttir

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, greinir einnig frá þessu á Facebook og segir þetta geta skipt sköpum fyrir byggðarlögin fyrir vestan:

„Hafrannsóknarstofnun hefur gefið út endurskoðað áhættumat erfðablöndunar vegna laxeldis í Ísafjarðardjúpi.Samkvæmt því er lagt til að leyfa 12þ tonna fiskeldi. Þetta eru miklar fréttir fyrir samfélögin við Ísafjarðardjúp. Fiskeldið fer af stað með þeirri uppbyggingu sem því fylgir! Á sama tíma er í gildi öflugt áhættumat til hliðsjónar með öflugu eftirliti sem tryggir öryggi villta laxins. Vel gert allir. Nú er bara fulla ferð áfram!!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Aðsendar greinarEyjan
Fyrir 3 dögum

Okkar ríkasta auðlind

Okkar ríkasta auðlind
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Áfall fyrir Bjarna Benediktsson – Tæplega helmingur kjósenda Sjálfstæðisflokksins vill Katrínu áfram sem forsætisráðherra

Áfall fyrir Bjarna Benediktsson – Tæplega helmingur kjósenda Sjálfstæðisflokksins vill Katrínu áfram sem forsætisráðherra