fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Gunna Ögmunds

Egill Helgason
Miðvikudaginn 1. janúar 2020 18:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég sagði einu sinni við Gunnu Ögmunds að ég myndi styðja hana í hvaða embætti sem hún sæktist eftir. Þetta var ekki pólitísk afstaða heldur stuðningsyfirlýsing við Gunnu sjálfa, stafaði af mannkostum hennar og lífssýn, alveg burtséð frá því í hvaða flokki hún starfaði.

Gunna var raunar þeirrar gerðar að hún gat talað við alla, háa sem lága, hún fór ekki í manngreinarálit, hún gat átt samskipti við andstæðinga sína í pólitík – öllum líkaði vel við Gunnu, mátu heiðarleika hennar, hreinskiptni – og svo auðvitað húmorinn.

Ég held ég hafi aldrei heyrt neinn mann tala illa um Guðrúnu Ögmundsdóttur. Pólitíkin væri betri ef væri fleira fólk eins og hún. Hún vildi vel.

Gunna sat á Alþingi og í borgarstjórn. Þegar ég hitti hana fann ég að það var tvennt sem hún þoldi illa – fals og öfgar. Sjálf var hún einlæg hugsjónamanneskja og frumherji – hún háði baráttu fyrir jafnrétti, mannréttindum og frelsi. Margt af því sem hún barðist fyrir þykir næstum sjálfsagt núna en var það ekki þegar baráttan hófst. Og hún gerði það á sinn hátt, algjörlega án yfirlætis og skinhelgi.

Hún var blátt áfram hún Gunna, skemmtileg, mannvinur – stórkostleg með sína rámu rödd og blik í auga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus