fbpx
Miðvikudagur 20.janúar 2021
Eyjan

Sigmundur segir orkupakkastríðið ekki tapað: „Þá væri það fyrst að byrja fyrir alvöru“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 2. september 2019 09:18

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, einnig þekktur sem David Gunnlaugsson, segir að þó svo að þriðji orkupakkinn verði samþykktur á Alþingi í dag, líkt og yfirgnæfandi líkur eru á, sé málið alls ekki búið:

„Telji menn að með því að samþykkja orkupakkann í dag sé málið frá er það mikill misskilningur. Þá væri það fyrst að byrja fyrir alvöru.“

Baráttan heldur áfram

Sigmundur greinir ekki nánar frá því hvernig málinu verði haldið við eftir samþykkt þess, en Frosti Sigurjónsson, talsmaður Orkunnar okkar, útskýrir það nánar í Morgunblaðinu hvernig samtökin hyggjast beita sér:

Talsmenn Orkunnar okkar, sem barist hafa gegn innleiðingunni, hyggjast í dag afhenda forseta Alþingis undirskriftir við áskorun um að hafna þriðja orkupakkanum, en atkvæðagreiðslan um málið fer fram í dag um 10.30. Alls hafa safnast 16.700 undirskriftir og er haft eftir Frosta að þó svo að orkupakkinn verði samþykktur, sé málið alls ekki búið:

 „Bar­átt­an fyr­ir fullu for­ræði Íslend­inga yfir eig­in orku­mál­um held­ur áfram. Orkupakk­inn tek­ur ekki gildi nema for­set­inn samþykki hann. For­set­inn ger­ir samn­inga við er­lend ríki sam­kvæmt 21. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar. Við mun­um skora á for­set­ann að fall­ast ekki á þetta og höf­um birt hon­um slíka áskor­un. Það er næsta skref,“

seg­ir Frosti og nefnir að fallist Guðni Th. Jóhannesson ekki á áskorun þeirra, verði skorað á hann að samþykkja ekki þau frumvörp sem leiða af orkupakkanum með tíð og tíma, til dæmis er varða breytingar á lögum um orkustofnun:

 „Ef allt þetta bregst held­ur bar­átt­an áfram, það kem­ur orkupakki fjög­ur, kosn­ing­ar og síðan næstu kosn­ing­ar. Þá mun­um við biðja alla stjórn­mála­flokka að gefa upp hver afstaða þeirra er til orku­mála svo að kjós­end­ur geti valið flokka. Þetta er sann­ar­lega eitt mik­il­væg­asta hags­muna­mál þjóðar­inn­ar. Eng­in þjóð á meira und­ir raf­orku­mál­um en Íslend­ing­ar. Við erum tvö­falt meiri raf­orkuþjóð en Norðmenn miðað við íbúa­fjölda.“

Atkvæðagreiðslan hefst uppúr 10.30 í dag, en talið er að hún muni dragast á langinn, þar sem þingmenn muni vilja gera grein fyrir atkvæði sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Erfiðir tímar fram undan hjá Repúblikönum eftir árásina á þinghúsið

Erfiðir tímar fram undan hjá Repúblikönum eftir árásina á þinghúsið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Pelosi undirbýr málshöfðun á hendur Trump til embættismissis

Pelosi undirbýr málshöfðun á hendur Trump til embættismissis