fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Sólveig Anna hjólar í Hörð og Þórlind – „Gotta love Fréttablaðið – ég flissaði“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 15. nóvember 2019 09:07

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir ritstjóra Markaðarins, Hörð Ægisson og pistlahöfundinn Þórlind Kjartansson, fyrir skrif þeirra í Fréttablaðið í dag.

Telur hún Hörð vera á villigötum varðandi framferði Samherja, þegar hann segir íslenska kvótakerfið ekkert hafa með það að gera:

„Gotta love Fréttablaðið. Hörður Ægisson hefur verið fenginn til að skella í einn góðan leiðara þar sem að m.a. þessi vísdómsorð eru rituð: „Framferði Samherja í Namibíu hefur ekkert með kvótakerfið að gera og því fráleitt að umræða um meintar mútugreiðslur hafi nokkuð með það að gera.“ Í næstu setningu minnir hann okkur svo á hvað sé „alvarlegra“ (jafnvel „alvarlegast“) en það er að þingmanneskja hafi stungið upp á því að eignir Samherja yrðu frystar: Þegar þarna var komið í lestrinum tók ég pásu og ímyndaði mér hverjir væru að lesa og kinka kolli. Það var gaman og ég flissaði.“

Græðgi ekki góð

Þórlindur nefnir í sínum pistli að á undanförnum áratugum hafi verið settar fram ýmsar kenningar sem fari þvert gegn þeim forna boðskap sem Móse, Kristur, Múhameð og Yoda hafi sett fram, að þorstinn eftir ríkidæmi sé vísasta leiðin til að týna sjálfum sér. Nefnir hann dæmi úr kvikmyndinni Wall Street, þar sem Gordon Gekko boðaði að græðgi væri góð og forsenda framfara.

Sólveig Anna sér ástæðu til að hnýta í Þórlind vegna þessa:

„Sumum verður kannski hugsað örlítið lengra aftur í mannkynsöguna en að Michael Douglas að leika kapítalista, segjum til Manchester og bómullarframleiðslu-stuðinu þar fyrr á öldum, bara til að taka eitt dæmi um það hvernig „græðgi“ lét frumkvöðla leiðast út í þau leiðindi að láta 8 ára börn vinna í 16 tíma á sólarhring, en kannski er það bara ég? Svo fullyrðir Þórlindur að engum detti í hug að Madonna eða Paul McCartney láti græðgina reka sig upp á svið. Ömm nafn mitt er Enginn?“

Meiri Marx, minni Yoda

Þórlindur segir einnig að hagnaðarvonina megi nota til góðs:

„Gróðinn sjálfur er sem sagt ekki vondur þótt græðgin sé slæm. Það er ekki græðgi að verða ríkur, ef ríkidæmið er uppskera þess að hafa lagt eitthvað af mörkum sem aðrir þurfa á að halda eða kunna að meta. Í samfélagi sem vill beina kröftum fólks í uppbyggilegan farveg er því mikilvægt að hagnaðarvonin leiði fólk frekar í áttir þar sem það berst fyrir því að skapa af eigin rammleik ný verðmæti frekar en að ná til sín verðmætum frá öðrum.“

Sólveig Anna sættir sig hinsvegar ekki við þessa speki og ráðleggur Þórlindi að lesa meira um Karl Marx:

„Þetta er kannski leiðinlegt að segja en gæti verið að Þórlindur ætti kannski að fara að lesa aðeins minna um Yoda og Móse og meira um Marx? Bara svona til að fá aðeins skýrari mynd af „hagnaðarvoninni“ og því hvað er fólgið í ný-verðmæta sköpun undir markaðsfrelsinu (Vísbending: Það byrjar á A og endar á rðrán.)“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus