fbpx
Miðvikudagur 12.ágúst 2020
Eyjan

Leyniupptökur birtar: Sagðar sönnunargögn um heimsku og óheiðarleika Ármanns – „Það er nákvæm­lega það sem þú ert“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. nóvember 2019 12:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kevin Stanford og kona hans Karen skrifa opið bréf til Ármanns Þorvaldssonar, aðstoðarforstjóra Kviku banka og fyrrverandi forstjóra Kaupþings banka í London, í Kjarnann í dag. Bréfið er afar langt og ítarlegt og lýsir því hvernig Ármann á að hafa misnotað traust þeirra hjóna í viðskiptum.

Er fullyrt að Kaupþing hafi í raun verið svikamylla frá árinu 2005. Birtar eru hljóðupptökur frá samtali þeirra við Ármann, þar sem fullyrt er að Ármann viðurkenni vitneskju sína um markaðsmisnotkun:

„Eftir að skýrsla rann­sókn­ar­nefndar Alþingis var birt fór okkur að gruna að við höfðum verið blekkt, svo ég skipu­lagði fund með þér sem ég tók á upp­töku (lög­lega í London) sem hluta af rann­sókn okk­ar. Á meðan sam­tali okkar stóð við­ur­kenndir þú vit­neskju þína um mark­aðs­mis­notkun bank­ans…“

Hafa hjónin áður lýst meintum svikum þeirra Hreiðars Más Sigurðssonar og Magnúsar Guðmundssonar, stjórnenda Kaupþings, við sig á árunum fyrir hrun.

Sjá nánar: Segja Hreiðar Má og Magnús hafa notað sig í svikamyllu:„Litum á ykkur sem við­skipta­fé­laga og „vin­i“

Hætti sem forstjóri Kviku

„Und­ir­rit­aður (Kevin), hefur verið í deilum við slita­stjórn Kaup­þings frá falli bank­ans árið 2008, og af þeim deilum eru ásak­anir mínar lit­að­ar. Þess vegna leit­ast ég við að sanna ásak­anir mínar og í þeirri við­leitni lít ég til frá­sagna, þ.m.t. þinna, til að lýsa þeim atburðum sem áttu sér stað,“

segir í bréfinu en þar nefnir Kevin að hann hafi sent stjórn Kviku banka, fjármálaráðherra og forstjóra Fjármálaeftirlitsins sönnunargögn sem sanni staðhæfingar sínar, en engin þeirra hafi svarað sendingum sínum.

Kevin segir þó að Ármann hafi látið af störfum sem forstjóri Kviku banka í maí, skömmu eftir að hann hafi sent gögnin frá sér og þar séu augljós tengsl á milli:

„Eftir að ég gerði yfir­völdum grein fyrir stað­hæf­ingum mín­um, var hins vegar greint frá því í fjöl­miðlum þann 27. maí 2019 að þú hefðir óskað eftir því að hætta sem for­stjóri Kviku banka hf. til þess að taka við stöðu aðstoð­ar­for­stjóra./

Við buðum þér að halda uppi vörnum gagn­vart stað­hæf­ingum mínum eða segja af þér hjá Kviku banka hf., þar sem þú gerðir hvor­ugt, þarf að upp­lýsa fram­an­greinda aðila og almenn­ing, þar sem það er mik­ill munur á hátt­semi frá fyrri tíð sem leiðir til sak­fell­ingar og hátt­semi sem leyfir áfram­hald­andi traust til þess að reka banka sem skráður er á aðal­markað í kaup­höll.“

Kaldhæðisleg athugasemd

Kevin segir það skýrt dæmi um að eftirlitsstofnanir hér á landi starfi ekki eftir sömu viðmiðum og tíðkist erlendis, vera Íslands á gráum lista FATF sé sönnun þess.

Í lok bréfsins segir:

„Þú sagðir að „það eru ekki allir banka­menn heimskir, óheið­ar­legir og yfir­borg­aðir áhættu­fíklar sem ætti að setja í fang­elsi fyrir þau stór­feng­legu skemmd­ar­verk sem þeir unn­u”.

Það er kald­hæðn­is­legt að sönn­un­ar­gögn benda einmitt til þess að það er nákvæm­lega það sem þú ert. Við erum enn reiðu­búin að aðstoða yfir­völd á Íslandi, kjósi þau nú að hefja rann­sókn.

Milljarða gjaldþrot

Félag Ármanns var tekið til gjaldþrotaskipta í fyrra. Lýstar kröfur voru rúmir 5,7 milljarðar króna en alls fengust 152.574.720 krónur upp í lýstar kröfur. Félagið var úrskurðað gjaldþrota árið 2011 og því tóku skiptin rúm sjö ár.

Ármann var einn af þeim lykilstarfsmönnum Kaupþings sem fékk há lán til þess að kaupa hlutabréf í bankanum. Ármann færði síðan hlutabréf sín og lán yfir í áðurnefnt félag í byrjun árs 2007 sem kom í veg fyrir að hann yrði persónulega gjaldþrota í kjölfar bankahrunsins.

Árið 2011, sama ár og félagið var úrskurðað gjaldþrota, greindi DV frá því að Ármann hefði gert kaupmála við eiginkonu sína en þá var glæsihýsi þeirra við Dyngjuveg meðal annars skráð á hana. Í stuttu viðtali við blaðið á þeim tíma sagði Ármann: „Ég er ekki að flýja neinar skuldir eða eitthvað svoleiðis. Er ekki að fara frá neinum persónulegum skuldum. Ég held ég tjái mig þó ekki að öðru leyti um þetta,“ sagði Ármann. Eignarhald hans á einkahlutafélaginu var nokkuð vel falið um tíma. Þannig var félagið skráð til heimilis hjá foreldrum Ármanns á sínum tíma og voru þau bæði í stjórn félagsins. Ef leitað var eftir nafni Ármanns í fyrirtækjaskrá á þeim tíma var ekki hægt að sjá að hann tengdist neinum félögum.

Bréfið má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni