fbpx
Miðvikudagur 08.apríl 2020
Eyjan

Agnes gerir alvarlegar athugasemdir við áform um aðskilnað ríkis og kirkju – Ríkið borgi aðeins 5 aura á fermetra í leigu af kirkjujörðum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 4. nóvember 2019 19:43

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hefur skilað inn umsögn við þingsályktunartillögu um aðskilnað ríkis og kirkju. Agnes bendir á að þjóðkirkjan hafi með samningum við ríkið afsalað sér stórum hluta jarðareigna sinna. Þess vegna hafi kirkjan ekki bolmagn til að reka sig sjálf ef til aðskilnaðar frá ríkinu komi. Meðal þess sem fram kemur í umsögn Agnesar er eftirfarandi:

„Þjónusta kirkjunnar þjóna sem byggð er á kristnum grunni nær til alls landsins. Þjóðkirkjan
sinnir lögboðnum verkefnum og skyldum sem önnur trú- og lífsskoðunarfélög gera ekki. Í
greinargerð með tillögunni er gert ráð fyrir að skoðað verði hvort önnur trú- og
lífsskoðunarfélög taki að sér sambærileg samfélagsleg verkefni og þjóðkirkjan sinnir nú. Í því
sambandi skal minnt á að prestar kirkjunnar eru háskólamenntaðir fagaðilar, sem kandídatar
og magisterar í guðfræði. Margir eru einnig með viðbótarmenntun í sálgæslu eða í öðrum
fögum. Menntun þeirra og reynsla nýtist því vel til þjónustu í almannaþágu.

Trú- og lífsskoðunarfélög njóta greiðslu sóknargjalda eins og þjóðkirkjan. Fjárhagsleg
sérstaða þjóðkirkjunnar gagnvart öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum liggur í samningnum frá
1997. Það er þó ekki svo að kirkjan hafi ekkert lagt til ríkisins við gerð þessa samnings. Þær
kirkjujarðir sem hún afhenti ríkinu árið 1907 voru um fjórðungur allra jarða landsins á þeim
tíma. Í skýrslu sem unnin var fyrir kirkjuþing um rekstur og fjármál Þjóðkirkjunnar kemur
fram að „með grófri nálgun má segja að í dag sé ríkið að greiða leigu sem nemur 5 aurum á
fermetra af því landi sem það fékk á sínum tíma.““

Agnes segir þó að það sé ekki forgangsmál kirkjunnar að viðhalda tengslum við ríkisvaldið. Skyldur hennar liggi fyrst og fremst í að rækta og viðhalda tengslum við þjóðina sjálfa.

Í heildina virðist Agnes þó leggjast gegn frumvarpinu enda sér hún ekki fjárhagslegan grundvöll fyrir rekstri þjóðkirkjunnar án atbeina ríkisvaldsins eftir að kirkjan lét jarðir sínar af hendi til ríkisins.

Agnes bendir einnig á að þjóðkirkjufyrirkomulagið stangist ekki á við trúfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar né ákvæði hennar um bann við allri mismunun sem ekki byggi á málefnalegum forsendum.

Agnes segir enn fremur í umsögn sinni um frumvarpið:

„Þjónusta kirkjunnar þjóna sem byggð er á kristnum grunni nær til alls landsins. Þjóðkirkjan
sinnir lögboðnum verkefnum og skyldum sem önnur trú- og lífsskoðunarfélög gera ekki. Í
greinargerð með tillögunni er gert ráð fyrir að skoðað verði hvort önnur trú- og
lífsskoðunarfélög taki að sér sambærileg samfélagsleg verkefni og þjóðkirkjan sinnir nú. Í því
sambandi skal minnt á að prestar kirkjunnar eru háskólamenntaðir fagaðilar, sem kandídatar
og magisterar í guðfræði. Margir eru einnig með viðbótarmenntun í sálgæslu eða í öðrum
fögum. Menntun þeirra og reynsla nýtist því vel til þjónustu í almannaþágu.“

Flutningsmenn þingsályktunartillögu um aðskilnað ríkis og kirkju eru Jón Steindór Valdimarsson, Hanna Katrín Friðriksson, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þorsteinn Víglundsson, Andrés Ingi Jónsson, Björn Leví Gunnarsson, Helga Vala Helgadóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Guðmundur Andri Thorsson, Steinunn Þóra Árnadóttir og Guðjón S. Brjánsson. – Eru þetta þingmenn úr Viðreisn, Pírötum, Samfylkingunni VG.

Eins og fram kom í frétt Eyjunnar í morgun hefur Áslaug Arna Sigurbjönsdóttir, dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýst sig hlynnta aðskilnaði ríkis og kirkju í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í miðbænum

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

MMR: Fylgi Sjálfstæðisflokks hríðfellur en stjórnin bætir samt við sig

MMR: Fylgi Sjálfstæðisflokks hríðfellur en stjórnin bætir samt við sig
Eyjan
Í gær

Guðni kallar eftir aðgerðum – „Vöru­skort­ur get­ur orðið af­leiðing af kór­ónu­veirunni“

Guðni kallar eftir aðgerðum – „Vöru­skort­ur get­ur orðið af­leiðing af kór­ónu­veirunni“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir nýtt frumvarp um jarðakaup dapurlegt – „Milljarðamæringurinn Ratcliffe gæti fengið leyfi til að safna fleiri jörðum“

Segir nýtt frumvarp um jarðakaup dapurlegt – „Milljarðamæringurinn Ratcliffe gæti fengið leyfi til að safna fleiri jörðum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir enga sértæka þjónustu lengur í boði fyrir börn alkóhólista eftir uppsagnir hjá SÁÁ – „Þetta er oft falinn hópur“

Segir enga sértæka þjónustu lengur í boði fyrir börn alkóhólista eftir uppsagnir hjá SÁÁ – „Þetta er oft falinn hópur“