fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Segir ný framboð í farvatninu: „Mundu uppskera í ríkum mæli í kosningum“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 9. september 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir á heimasíðu sinni í dag að „hér og þar“ séu á kreiki hugmyndir um ný framboð til borgarstjórnar. Þetta segir Styrmir í framhaldi af umræðunni um bíla- og umferðarmálin í Reykjavík og verður ekki skilið öðruvísi en um gagnrýni á núverandi borgaryfirvöld sé að ræða.

„Það er nokkuð ljóst af almanna umtali, að borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavíká erfiða dagaframundan. Það er fyrst og fremst umferðaröngþveitið á höfuðborgarsvæðinu, sem þar kemur við sögu en jafnframt er ljóst að alla vega ímyndborgarkerfisins, þ.e. stjórnkerfis borgarinnar hefur versnað mjög.

Sumir almennir borgarar eru sannfærðir um að núverandi meirihluti muni bíða afhroð í næstu kosningum. Það er ekki endilega vísbending um að minnihlutaflokkarnirmuni njóta þess að öllu leyti, því að hér og þar eru á kreiki hugmyndir um ný framboð til borgarstjórnar.

Líklegt má telja að þeir flokkar eða framboð, sem leggja fram trúverðugar tillögur um lausn á umferðaröngþveitinu mundu uppskera í ríkum mæli í kosningum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“