fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |
Eyjan

Gunnar Smári segir enga ógn stafa af Pútín: „Rússland er aumingi í samanburði við Sovét“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, telur að engin ógn stafi af Vladimir Pútín forseta Rússlands, þar sem stærð hagkerfis Rússlands sé minni en á tímum Sovétríkjanna og landsframleiðslan sé minni nú en á tímum kalda stríðsins.

Rússland réðst sem kunnugt er inn í Úkraínu árið 2014 og hertók Krímskaga, sem varð til þess að alþjóðasamfélagið fordæmdi Pútín og Evrópusambandið setti á viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi, sem Ísland studdi, með þeim afleiðingum að Rússland setti viðskiptabann á Ísland.

Gunnar Smári telur hinsvegar að þar sem landsframleiðslan í Rússlandi sé hlutfallslega minni en á tímum Sovétríkjanna, þurfi Vesturlönd ekki að hafa áhyggjur:

„Ef einhver vill halda því fram að Vesturlöndum standi ógn af Rússlandi, viðlíka og hættan af Sovétríkjunum átti að vera; þá eiga þær fullyrðingar sér enga stoð í raunveruleikanum. Sovétríkin voru öflugt hagkerfi en þjófræði Rússlands er bölvaður aumingi efnahagslega. Landsframleiðsla á mann er þar nú álíka og meðaltal heimsins. Á toppi kalda stríðsins var landsframleiðsla á mann þreföld á við heimsmeðaltalið. Það er sem sé algjör óþarfi að fara í miklar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli með bandaríska hernum til að verjast ógninni frá Rússlandi. Og Pútín stjórnar ekki niðurstöðum allra kosninga á Vesturlöndum til að koma þjónum sínum fyrir í ríkisstjórnum allra ríkja í okkar heimshluta. Það er bara ekki þannig,“

segir Gunnar Smári.

Hann reifar hvernig Sovétríkin sálugu báru höfuð og herðar yfir Rússland dagsins í dag, þegar kemur að hlutfalli heimsframleiðslu:

„Landsframleiðsla í Rússlandi er í dag tæplega 2% af heimsframleiðslunni. Til samanburðar er framleiðsla Bandaríkjanna rúm 24% af heimsframleiðslunni. Rússland er um 12,5 hluti Bandaríkjanna, eins og rétt rúmur helmingur af Kaliforníu. Rússland er á stærð við ¾ af Ítalíu, svo annar samanburður sé notaður. Á hátindi kalda stríðsins var landsframleiðsla Sovétríkjanna um 20% af heimsframleiðslunni og um 1/3 hluti af framleiðslu Bandaríkjanna. Og þar sem landsframleiðslan í Sovét jókst hraðar en Bandaríkjanna allt fram á miðjan sjöunda áratuginn var það ekki stærð hagkerfisins sem stjórninni í Washington stóð ógn af heldur miklu fremur vöxturinn, svipað og raunin hefur verið með Kína. Frá hruni Sovétríkjanna hefur landsframleiðsla í Bandaríkjunum vaxið um rúm 98% en framleiðslan undir dólgakapítalismanum í Rússlandi um aðeins tæp 22%. Og ástæðan er ekki aðeins sú djúpa kreppa sem kom strax eftir fall Sovétríkjanna; frá hruninu 2008 hefur framleiðslan í Bandaríkjunum vaxið 19,0% en í Rússlandi um 8,8%.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn
Eyjan
Í gær

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“
Eyjan
Í gær

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“
Eyjan
Í gær

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“
Eyjan
Í gær

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“
Eyjan
Í gær

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár