fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Galli uppgötvast í glænýjum Herjólfi rétt fyrir þjóðhátíð – Þarf að fara í slipp

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 19. júlí 2019 14:53

Herjólfur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Herjólfur III, hin nýja glæsilega rafferja milli lands og Vestmannaeyja, sem kostaði um 4.3 milljarða króna, hefur ekki enn hafið siglingar, líkt og greint var frá í gær, en til stóð að Herjólfur hæfi siglingar í gærmorgun.

G.Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sagði í samtali við Eyjuna í dag að Herjólfur þyrfti að fara í slipp á Akureyri í september, en galli kom upp í öðrum jafnvægisugganum með þeim afleiðingum að sjór kemst inn í olíu. Mun Vegagerðin fara fram á að pólska skipasmíðastöðin sem smíðaði Herjólf, bæti tjónið. Eyjar.net greindu fyrst frá.

Herjólfur mun þrátt fyrir gallann hefja siglingar eftir helgi og segir G. Pétur að þjóðhátíðargestir geti því andað rólega, en Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fer fram fyrstu helgina í ágúst, venju samkvæmt.

Sjá einnig: Hrakningasaga Herjólfs heldur áfram – Siglir ekki í dag eins og til stóð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn