fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
EyjanNeytendur

Kvartað yfir himinháu kílóverði af harðfiski á N1 – „Já sæll!“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 20. maí 2019 14:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Betri er lítill fiskur en tómur diskur segir í málshættinum, en hugsanlega þurfa harðfisksunnendur sem versla hjá N1 að láta sér lynda tóman disk, þegar kílóverðið af Gullskífunum frá Gullfiski er haft til hliðsjónar, en þar er 40 gramma poki seldur á 1.245 krónur.

Á Facebook síðunni Vertu á verði – Eftirlit með verðlagi, kvartar kaldhæðinn viðskiptavinur með verðvitundina í lagi yfir kílóverðinu, sem uppreiknað er yfir 30 þúsund krónur:

„Það hljómaði vel að fá sér harðfisk í N1 á leiðinni suður. — Já sæll! Kílóverðið á Gullskífum frá Gullfiski kostar bara kr. 31.125. – OKUR NEI ÓNEI það hlýtur að vera krónan sem veldur en alls ekki græðgi nei ó nei!?“

Dýr vara í framleiðslu

Grínast er með að um GULL-skífur sé að ræða og því sé verðið svo hátt, en samkvæmt Halldóri Halldórssyni, framkvæmdastjóra Tradex, sem framleiðir hefðbundinn harðfisk, bitafisk og skífur, eru Gullskífurnar dýrasta varan sökum hærri framleiðslukostnaðar:

„Við erum að búa til pulsur úr þessu, frysta þær og skera þær niður þunnt, raða hverri einustu skífu á grindur og það fer miklu minna magn í hvern klefa heldur en við þurrkun hefðbundins bitafisks. Við vorum hættir að framleiða Gullskífurnar, en sökum eftirspurnar ákváðum við að byrja aftur með þessa vöru, en verðleggja hana miðað við framleiðslukostnað. Það fara fimm kíló af roðlausum flökum í eitt kíló af Gullskífum, eins og gerist almennt í harðfiskframleiðslu,“

segir Halldór, en fiskur rýrnar um 80% við þurrkun. Hann segir harðfisk ekki hátt verðlagðan miðað við hvað hráefnið kosti út úr búð:

„Satt að segja er þetta ódýrara en í mörgum fiskbúðum og þær eru að selja sama þorskinn og við notum. En þessi tiltekna vara er vissulega dýrari vegna þess að framleiðsluferlið er annað, en ég get ekki gefið upp heildsöluverðið vegna trúnaðar. Það vita allir hinsvegar að verðlagning á bensínstöðvum er önnur en í lágvöruverðsverslunum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“
EyjanNeytendur
19.04.2019

Umfelgunarkostnaður getur numið tugum þúsunda

Umfelgunarkostnaður getur numið tugum þúsunda