fbpx
Föstudagur 17.september 2021
FókusNeytendur

Íslensk kona sakar verslun um að hækka verð rétt fyrir útsölu – „Ég er alls ekki að reyna að svindla á neinum“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 6. janúar 2021 13:21

Kósýgallinn sem konan keypti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vá hvað þetta er lélegt hjá kosygallar.is þau eru búin að hækka allt síðan í desember.“

Þetta segir kona nokkur í Facebook-hópnum Vertu á verði – eftirlit með verðlagi en hópnum er stjórnað af Verðlagseftirliti ASÍ, Alþýðusambands Íslands. Konan sem birtir færsluna er ekki sátt með verðhækkun og útsöluverð hjá kósýgallaversluninni. Kósýgallinn, eða heilgallinn, sem um ræðir var keyptur af konunni í lok nóvember í fyrra.

Konan keypti gallann á 6.990 krónur en síðan sá hún nýlega að verðið á honum hafði verið hækkað upp í 9.990 krónur. „Þeir hækka hann um 3000 kr og setja svo allt á útsölu sem er þá upprunanlegt verð á öllu,“ segir konan en þessa stundina er 20-30% afsláttur af öllu hjá versluninni. „Þetta er svoooo lélegt af þeim.“

Þá segir konan að búið sé að taka gallann sem um ræðir út af vefsíðu verslunarinnar. „Þær hafa séð þennan póst hjá mér og eru búnar að taka þennan tiltekna galla út af síðunni en allt annað er líka búið að hækka um 2-3000 kr krónur svo settu þær afsláttinn og þá eru gallarnir á sama verði og voru fyrir áramótin sem er semsagt ENGINN afsláttur núna,“ segir hún.

„Íslenskar útsölur í hnotskurn,“ segir önnur kona í athugasemd við færsluna. „Já maður á að sniðganga þessar verslanir,“ segir konan sem birti færsluna við því.

„Ég er alls ekki að reyna að svindla á neinum“

Bergur Hamar Bjarnason, sem kveðst sjá um verslunina kosygallar.is, svarar þessari færslu í athugasemd undir henni. „Hæhæ, ég er með netverslunina kosygallar.is, við hækkuðum verðin um áramótin um 1.000kr á öllum göllum í fyrsta skipti vegna hærri rekstrarkostnaðar,“ segir hann í athugasemdinni.

„Það voru mistök hjá mér að hækka verðið rétt fyrir útsölurnar og fékk ég ábendingu um það og lækkaði verðið strax aftur og endurgreiddi öllum mismuninn sem keyptu á hærra verði. Gallinn sem þú keyptir var á afslætti þegar þú keyptir hann í nóvember. Þetta voru mistök sem ég mun ekki gera aftur að bíða ekki með hækkunina þar til eftir útsölurnar. Ég er alls ekki að reyna að svindla á neinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
12.02.2020

SS minnkar umbúðirnar en verðið hækkar – „Hættur að kaupa“

SS minnkar umbúðirnar en verðið hækkar – „Hættur að kaupa“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
EyjanNeytendur
10.05.2019

Launafólk hefur axlað ábyrgð – Nú er komið að fyrirtækjunum: „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“

Launafólk hefur axlað ábyrgð – Nú er komið að fyrirtækjunum: „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
Neytendur
24.01.2018

Viktoría keypti engan mat í mánuð en borðaði sig samt sadda alla daga: Svona fór hún að því

Viktoría keypti engan mat í mánuð en borðaði sig samt sadda alla daga: Svona fór hún að því
Neytendur
18.01.2018

Örbylgjuofnar eru hræðilegir fyrir umhverfið

Örbylgjuofnar eru hræðilegir fyrir umhverfið