fbpx
Föstudagur 17.september 2021
Neytendur

Mikill verðmunur á rjómaosti vekur athygli – Hátt í 1000 króna munur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. október 2020 10:32

Mynd: Samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytendavakt DV rak augun í mikinn verðmun á rjómaosti frá MS. Í Nettó kostar 200 gr pakki 529 krónur eða 2.556 kr/kg en 400 gr pakki kostar 631 krónur eða 1.578 kr/kg. Er því um 978 krónu mun að ræða. Sambærilegur munur er í öðrum verslunum.

Sunna Gunnars Marteinsdóttir samskiptastjóri MS segir í skriflegu svari til DV að verðmunurinn skýrist af mun meiri sölu á stærri umbúðunum. „Ef skoðaður er verðlistinn okkar er hreinn rjómaostur 200g á 409 kr plús vsk og 400g á 559 kr plús vsk. 400g umbúðirnar seljast tíu sinnum meira en 200g og af því skapast hagræði, í stærri vörulotum og meira magni.“

Þriðji pakkinn af rjómaost er svokallaður „gamli rjómaosturinn“ sem einnig er mun dýrari eða 250 grömm kosta 639 krónur eða 2556 krónur kílóið. Samkvæmt svörum frá MS skýrist verðmunurinn á nýja og gamla ostinum af tímafrekari vinnsluaðferðum við þann gamla.

„Við keyptum nýja vél í framleiðsluna okkar fyrir nýja rjómaostinn og skipum þar út eldri vél sem var komin á loka metrana í sínu lífsferli. Eftir að nýi rjómaosturinn kom á markað sem var töluvert frábrugðin því sem áður var komu fram óskir frá neytendum að bjóða líka upp á þann gamla og var tekin sú ákvörðun að koma aftur með hann. Hann er framleiddur núna með eldri og vinnufrekari aðferð en nýi rjómaosturinn. Því er hann dýrari, “ segir Sunna enn fremur.  „Aðalmunurinn á vörunum í notkun er að nýi rjómaosturinn er mjúkur meðan gamli rjómaosturinn er stífari.“

 

Ert þú með ábendingu fyrir neytendavakt DV? Sendu hana á ritstjórn@dv.is 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
12.02.2020

SS minnkar umbúðirnar en verðið hækkar – „Hættur að kaupa“

SS minnkar umbúðirnar en verðið hækkar – „Hættur að kaupa“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
EyjanNeytendur
10.05.2019

Launafólk hefur axlað ábyrgð – Nú er komið að fyrirtækjunum: „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“

Launafólk hefur axlað ábyrgð – Nú er komið að fyrirtækjunum: „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
Neytendur
24.01.2018

Viktoría keypti engan mat í mánuð en borðaði sig samt sadda alla daga: Svona fór hún að því

Viktoría keypti engan mat í mánuð en borðaði sig samt sadda alla daga: Svona fór hún að því
Neytendur
18.01.2018

Örbylgjuofnar eru hræðilegir fyrir umhverfið

Örbylgjuofnar eru hræðilegir fyrir umhverfið