fbpx
Miðvikudagur 20.janúar 2021
FréttirNeytendur

Ekki gefa glataðar jólagjafir – Svona kemst þú hjá því

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 14. desember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég fæ jólagjöf, eitthvað sem gaman er og gott að fá. Þetta söng Katla María Hausmenn á árum áður. Vissulega er gaman og gott að fá jólagjöf, en þó hitta ekki allar gjafir í mark. Þá bregða margir á það ráð að skipta þeim jólagjöfum sem fóru framhjá markinu. Síðan eftir jólin þá hefjast útsölur í flestum verslunum. Það er því ekki úr vegi að rifja upp hvaða reglur gilda um skil á vörum og útsölur.

Skilaréttur – 14 dagar eða enginn?

Verslunum ber engin lagaleg skylda til að taka aftur við ógallaðri vöru þegar viðskiptavinur vill skipta henni. Hins vegar hafa margar verslanir sett sér reglur varðandi slíkan skilarétt og árið 2000 gaf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið út verklagsreglur til að vera verslunum og söluaðilum leiðbeinandi þegar kemur að skilarétti. Samkvæmt reglunum er almennur frestur til að skila vöru 14 dagar. Seljendur geta svo að sjálfsögðu veitt rýmri rétt en það. Þekkst hefur að skilaréttur á jólagjöfum sé aðeins tilgreindur til nýársdags, en það veitir viðtakendum gjafa afar skamman frest til að skila vörunni þar sem margir frídagar eru á milli aðfangadags og áramóta.

Upprunalegt verð

Frá því að jólagjöf er keypt og þar til viðtakandi hennar skiptir henni kann gjöfin að hafa lækkað í verði hjá versluninni. Þá vaknar hjá mörgum spurningin um hvort miða skuli við verðið sem varan var keypt á, eða verðið sem hún er seld á þegar henni er skilað. Hér má finna svar í áðurnefndum verklagsreglum. Miða ber við upprunalegt verð vörunnar. Frá þessu eru þó gerðar undantekningar. Ekki er þörf á skilarétti á vöru sem er keypt á útsölu og eins hafi vara verið keypt rétt fyrir útsölu.

Inneignarnótur

Þegar vöru er skipt er gjarnan brugðið á það ráð að fá inneignarnótu hjá seljanda. Þannig er hægt að fresta oft erfiðri ákvörðun um hvaða vara skuli valin í skiptunum. Inneignarnótur hafa vissan gildistíma. Ef ekki kemur fram á nótunni um gildistíma þá á hún, samkvæmt verklagsreglum, að gilda í fjögur ár. Gildistími má aldrei vera skemmri en eitt ár.

Gjafabréf  

Algengur gildistími gjafabréfa er eitt ár. En þó ætti hann að vera fjögur ár samkvæmt verklagsreglunum og einnig samkvæmt lögum um fyrningarfrest. Mætti neytandi því vænta þess að gjafabréf gildi í fjögur ár, nema samið hafi verið um frávik frá því þegar vara var keypt. Mismunandi gildistími gjafabréfa á milli verslana, oft jafnvel skammur gildistími, hefur verið talinn mismuna neytendum eftir því hvar þeir versla, eða hvar á landinu þeir eru staddir. Íbúar landsbyggðarinnar hafa þótt í verri stöðu til að skipta vöru sem keypt er á höfuðborgarsvæðinu en höfuðborgarbúar. Það hefur því verið rætt innan Alþingis að skerpa á áðurnefndum verklagsreglum til að tryggja jafnræði og fyrirsjáanleika skilaréttar og gjafabréfaréttar.

Kassakvittun

Samkvæmt verklagsreglum þá er það skilyrði skilaréttar að viðskiptavinur geti framvísað kassakvittun til að sýna fram á kaupin. Hins vegar er gerð undantekning frá því ef vara er merkt með svonefndum gjafamerkjum, en slíkt þekkist orðið vel í kringum jólin. Þá er límmiða komið fyrir yfir verðmerkingu vörunnar þar sem oft er einnig skráður sá frestur sem viðtakandi gjafar hefur til að skipta gjöfinni. Í þeim tilvikum sem gjafamerking er til staðar þá þarf ekki að framvísa kassakvittun, enda væri hálf súrt að þurfa að gefa gjafir og gefa upp nákvæmlega hvað lagt var út fyrir þeim.

Meiri réttur í netverslun

Þegar verslað er á netinu þá gefst neytanda ekki tækifæri til að skoða vöruna berum augum fyrir kaupin. Því er lögum samkvæmt heimilt að falla frá kaupum án skýringar innan 14 daga frá kaupunum. Að sjálfsögðu gildir um þetta að varan þurfi að vera óskemmd.

Ekki láta blekkja þig

Þó svo að flestir vilji trúa því að verslunareigendur komi hreint og beint fram, þá hafa komið upp tilvik þar sem seljendur hafa hækkað verð á vörum sínum, rétt áður en útsala hefst. Síðan auglýsa þeir vöru á útsöluverði sem jafnvel er þá bara upprunalegt verð vörunnar. Ef slíkt á sér stað þá er um að ræða brot gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Auglýst verðlækkun verður að vera eiginleg verðlækkun og neytendur eiga rétt á að vita hvert upprunalegt verð vörunnar var.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Neytendur
26.01.2020

Þetta áttu ekki að gera í atvinnuviðtali

Þetta áttu ekki að gera í atvinnuviðtali
FréttirNeytendur
20.10.2019

Ertu að fara að selja fasteign? Hér er nokkur atriði sem er gott að hafa í huga

Ertu að fara að selja fasteign? Hér er nokkur atriði sem er gott að hafa í huga
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
20.06.2019

Hefur þú tekið smálán? – Framkvæmdu þessi 3 skref til að vernda hagsmuni þína

Hefur þú tekið smálán? – Framkvæmdu þessi 3 skref til að vernda hagsmuni þína
EyjanNeytendur
13.04.2019

Við erum öll eigingjörn – Ég, þú og allir hinir!

Við erum öll eigingjörn – Ég, þú og allir hinir!
EyjanNeytendur
30.03.2019

Jóri hvetur fólk til að endurvinna og hugsa betur um jörðina – „Það eru margir að gera heilmikið til að skilja minna fótspor eftir sig“

Jóri hvetur fólk til að endurvinna og hugsa betur um jörðina – „Það eru margir að gera heilmikið til að skilja minna fótspor eftir sig“
Neytendur
23.12.2017

Það kostar svona mikið að halda jól

Það kostar svona mikið að halda jól
Neytendur
19.12.2017

Það er hægt að neyta margra matartegunda löngu eftir síðasta söludag þeirra – Dregur úr matarsóun

Það er hægt að neyta margra matartegunda löngu eftir síðasta söludag þeirra – Dregur úr matarsóun