fbpx
Föstudagur 17.september 2021
Neytendur

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 2. febrúar 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar sótt er um starf þá þarf í flestum, ef ekki öllum, tilvikum að láta ferilskrá fylgja umsókninni. Ferilskráin er stutt kynning á þér og hvað þú hefur fram að bjóða. Léleg ferilskrá og illa unnin getur gert að verkum að vinnuveitandi afskrifi þig strax á meðan góð ferilskrá getur aukið líkur á að þér verði boðið í atvinnuviðtal. Hér eru nokkur hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár.

1 Passaðu lengdina

Það er ágætis viðmiðunarregla að hafa ferilskrána ekki lengri en 1–2 blaðsíður. Hafðu upplýsingarnar hnitmiðaðar og forðastu of ítarlegan og langdreginn texta. Uppfærðu ferilskrána þína eftir þörfum og gættu þess að laga hana að því starfi sem þú sækir um í hvert sinn. Með því að laga hana að hverri umsókn fyrir sig þá geturðu haldið textanum í skefjum með því að leggja áherslu á það sem skiptir máli fyrir starfið sem sótt er um, en sleppt eða aðeins komið lítillega inn á þau atriði, til að mynda varðandi menntun og starfsreynslu, sem bersýnilega hafa enga þýðingu fyrir starfið.

2 Íhugaðu að fá þriðja aðila til að lesa yfir

Það skiptir miklu máli að vanda málfar og stafsetningu í ferilskránni. Því getur það verið vel þessi virði að fá þriðja aðila til að lesa hana yfir, því betur sjá augu en auga. Notaðu góða íslensku og formlega.

3 Kynningarbréf

Þær upplýsingar sem skipta máli varðandi starf sem sótt er um, sem eiga ekki heima í sjálfri ferilskránni, getur þú haft með í kynningarbréfi sem hefð er fyrir að senda með umsókn. Í kynningarbréfi færð þú tækifæri til að kynna persónu þína og rökstyðja hvers vegna þú sért hæfur í starfið. Kynningarbréf á ekki að vera langt, helst á bilinu 200–400 orð.  Kynningarbréfið þarf að miða við það starf sem sótt er um og á að gefa þér tækifæri til að sýna fram á að þú hafir á huga á þessu tiltekna starfi og hafir grunnþekkingu á starfsemi vinnuveitandans.

4 Uppsetning og letur

Það er mikilvægt að ferilskrá sé snyrtilega uppsett og að letur sé auðlesanlegt. Það má finna beinagrindur og form fyrir ferilskrár víða á netinu og jafnvel innbyggt í Word. Gættu þess að hafa textann ekki of stóran og ekki heldur of lítinn. Farðu sparlega með áhersluletur á borð við skáletrun og feitletrun. Gott er að miða við 12 punkta letur og algengar leturgerðir eru til að mynda Times New RomanHelveticaCalibri  og Cambria. Letur á borð við Comic sans á ekki heima í ferilskrá.

5 Á að hafa mynd?

Erlendis er ekki hefð fyrir því að láta mynd fylgja ferilskránni. Hins vegar virðist vera hefð fyrir því hér á landi. Ef þú ákveður að hafa mynd á ferilskránni þá getur margborgað sig að skella sér á ljósmyndastofu og fá vandaða passamynd. Láttu að minnsta kosti djammmyndir og sjálfur eiga sig.

6 Starfsferill

Ef þú ert með viðamikla starfsreynslu þá tilgreinir þú hana á undan menntun á ferilskránni. Hins vegar þarftu ekki að gera grein fyrir hverju og einasta starfi sem þú hefur gegnt á lífsleiðinni. Barnapössun á unglingsaldri og unglingavinnan eiga ekki heima á ferilskrá hjá manneskju á fertugsaldri en ættu hins vegar heima á ferilskrá hjá ungmenni. Greindu helst frá þeim störfum sem þú hefur gegnt síðustu 10–15 árin. Við hvert starf er gott að taka fram hvaða ábyrgð þú barst í starfi eða hvernig verkefnum þú sinntir, sérstaklega ef það gæti skipt máli varðandi það starf sem þú ert að sækja um. Gættu þess þó líkt og áður að hafa textann hnitmiðaðan.

7 Menntun

Endilega taktu fram ef þú skaraðir fram úr í náminu, svo sem með því að tilgreina verðlaun sem þú hefur hlotið eða einkunnir.

8 Umsagnaraðilar

Það er mikilvægt að hafa meðmæli þegar sótt er um starf. Gætu þess þó að þeir einstaklingar sem þú tilgreinir séu samþykkir því að veita meðmæli og séu ekki að fara að vinna gegn þér. Meðmælabréf tíðkast að einhverju leyti á Íslandi en þó er ekki rík hefð fyrir þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Neytendur
22.02.2020

Athugið að símtal þetta gæti verið hljóðritað

Athugið að símtal þetta gæti verið hljóðritað
EyjanNeytendur
12.02.2020

SS minnkar umbúðirnar en verðið hækkar – „Hættur að kaupa“

SS minnkar umbúðirnar en verðið hækkar – „Hættur að kaupa“
EyjanNeytendur
10.05.2019

Launafólk hefur axlað ábyrgð – Nú er komið að fyrirtækjunum: „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“

Launafólk hefur axlað ábyrgð – Nú er komið að fyrirtækjunum: „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
Neytendur
24.01.2018

Viktoría keypti engan mat í mánuð en borðaði sig samt sadda alla daga: Svona fór hún að því

Viktoría keypti engan mat í mánuð en borðaði sig samt sadda alla daga: Svona fór hún að því
Neytendur
18.01.2018

Örbylgjuofnar eru hræðilegir fyrir umhverfið

Örbylgjuofnar eru hræðilegir fyrir umhverfið