fbpx
Föstudagur 17.september 2021
Neytendur

Neytendavakt DV – Gleraugun voru tugum þúsundum ódýrari

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. október 2020 11:00

Gleraugnasalan í Costco er vinsæl og margir hafa gert þar góð kaup. MYND/ COSTCO.COM

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV fylgist gjarnan með góðum tilboðum og verðlagsþróun. Virkt eftirlit í neytendamálum stuðlar að bættum hag heimilanna. Neytendavakt DV fékk ábendingu um góð kaup í gleraugnamálum þar sem lesandi nokkur sparaði tugi þúsunda.

„Mér var bent á Costco af samstarfskonu minni en ég var á leið að kaupa 70 þúsund króna gleraugu og margskipt gler í þau fyrir 120 þúsund í gleraugnabúð í Reykjavík. Samtals 190 þúsund,“ segir lesandinn alsæll með kaupinn.

Konan sem um ræðir, sló því til og fór í Costco og segist hafa pantað sér tvenn gleraugu.

„Ég var að fá gleraugun bæði og finnst þau bara harla góð. Það tók 10 daga að fá glerin eftir að ég keypti umgjarðirnar en fólk þarf að huga að því að panta sjónmælingu í versluninni áður. Ég fékk góða þjónusta í Costco og allt gekk vel og hratt fyrir sig.“

Hún segist hafa endað á að kaupa tvenn gleraugu. „Ég borgaði síðast fyrir gleraugnaumgjörð, venjulegt sjóngler við nærsýni og mælingu um 120 þúsund fyrir þremur árum í gleraugnabúð í Reykjavík. Í Costco voru önnur glerin margskipt en hin venjuleg við nærsýni en samtals borgaði ég 103.400 fyrir tvö pör, Prada-umgjörðin kostaði 29.900 krónur.“

Hún tekur þó fram að líklega sé meira úrval í hefðbundnum gleraugnabúðum á höfuðborgarsvæðinu.

Hér má sjá afrit af kvittunum úr Costco fyrir gleraugunum. Þau fyrri kostuðu 42.800 krónur, þar af kostaði Prada-umgjörðin 29.900. Margskiptu gleraugun kostuðu alls 60.600 krónur
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
12.02.2020

SS minnkar umbúðirnar en verðið hækkar – „Hættur að kaupa“

SS minnkar umbúðirnar en verðið hækkar – „Hættur að kaupa“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
EyjanNeytendur
10.05.2019

Launafólk hefur axlað ábyrgð – Nú er komið að fyrirtækjunum: „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“

Launafólk hefur axlað ábyrgð – Nú er komið að fyrirtækjunum: „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
Neytendur
24.01.2018

Viktoría keypti engan mat í mánuð en borðaði sig samt sadda alla daga: Svona fór hún að því

Viktoría keypti engan mat í mánuð en borðaði sig samt sadda alla daga: Svona fór hún að því
Neytendur
18.01.2018

Örbylgjuofnar eru hræðilegir fyrir umhverfið

Örbylgjuofnar eru hræðilegir fyrir umhverfið