Þriðjudagur 25.febrúar 2020
EyjanNeytendur

SS minnkar umbúðirnar en verðið hækkar – „Hættur að kaupa“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 10:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnendur kæfu hafa tekið eftir því að SS hefur breytt umbúðum sínum fyrir kæfuafurðir sínar. Við það minnkar magnið úr 200 grömmum niður í 180 grömm.

Hins vegar virðist sem verðið hafi haldist óbreytt, alltént í verslunum Bónuss og því um eiginlega verðhækkun að ræða, þar sem minna fæst fyrir sama verð.

Á þetta er bent í Facebookhópnum Vertu á verði – eftirlit með verðlagi:

„Kæfa, breyting á pakkningum fer úr 200gr í 180gr sama verð!“

Eina markmiðið

Ekki eru allir á eitt sáttir við að verðið haldist óbreytt í athugasemdakerfinu. Sumir gagnrýna Bónus fyrir græðgi meðan aðrir beina reiði sinni að SS:

„Vondar umbúðir, lokið tollir ekki á. Slæm breyting og hættur að kaupa,“

segir einn.

Annar bendir á að neytendur hafi ákveðið vald sem þeir séu yfirleitt latir við að beita hér á landi:

„Álagning er frjáls. En ef neytendur myndu allir spá í þessum hlutum myndu framleiðendur ekki komast upp með þetta. Ef minni kæfa selst jafn vel á þessu verði, þá eykur þetta hagnaðinn þeirra. Og það er auðvitað eina markmiðmið.“

Hækkunin bæði frá SS og Bónus

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, sagði við Eyjuna að SS hefði hækkað verðið til sín um 9 prósent, en álagningin til neytenda komin væri alls 11 prósent:

„Listaverð per gramm hækkaði um 9% en útsöluverð út úr Bónus hækkaði um 11% per gramm. Mismunur á þessu er hækkun á álagningu hjá Bónus.“

Átti að hækka meira

Steinþór Skúlason, forstjóri SS, sagði í skriflegu svari við Eyjuna að þetta væri rétt hjá Guðmundi, en heildsöluverð hefði þó lækkað lítillega:

„Sé ekki betur en svar Guðmundar sé rétt. Við lækkuðum heildsöluverð um 3% en þeir héldu óbreyttu smásöluverði. Ég veit reyndar ekkert um smásöluverð og við skiptum okkur ekki af því,“

sagði Steinþór og nefndi að kæfan hefði átt að hækka um 3% í haust, en heildsöluverðið á gömlu umbúðunum væri 366 krónur, en á þeim nýju  359 krónur:

„SS hækkaði flestar vörur í haust um 3% og við hefðum hækkað kæfur einnig ef þessi umbúðabreyting hefði ekki staðið til. Ef við tökum Skólakæfuna sem dæmi þá hefði hún með 3% hækkun í haust farið í 377 og hækkun á kg verði með minni umbúðum því verið tæp 6% sem skýrist af því að nýju umbúðirnar eru dýrari pr kg og allur annar kostnaður fyrir utan kæfuefnið sjálft er sá sami, sama hvort dósin er 180 eða 200 gr.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

EyjanNeytendur
15.05.2019

Fór í Arion banka og spurði gjaldkera hvað væri inni á reikningum: „Svarið sem ég fékk gerði mig orðlausa“

Fór í Arion banka og spurði gjaldkera hvað væri inni á reikningum: „Svarið sem ég fékk gerði mig orðlausa“
EyjanNeytendur
10.05.2019

Launafólk hefur axlað ábyrgð – Nú er komið að fyrirtækjunum: „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“

Launafólk hefur axlað ábyrgð – Nú er komið að fyrirtækjunum: „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“
EyjanNeytendur
30.03.2019

Jóri hvetur fólk til að endurvinna og hugsa betur um jörðina – „Það eru margir að gera heilmikið til að skilja minna fótspor eftir sig“

Jóri hvetur fólk til að endurvinna og hugsa betur um jörðina – „Það eru margir að gera heilmikið til að skilja minna fótspor eftir sig“
Neytendur
24.01.2018

Viktoría keypti engan mat í mánuð en borðaði sig samt sadda alla daga: Svona fór hún að því

Viktoría keypti engan mat í mánuð en borðaði sig samt sadda alla daga: Svona fór hún að því
Neytendur
02.01.2018

Svona muntu standa við nýársheitið um bættan fjárhag á árinu 2018

Nokkur frábær ráð á nýju ári

Svona muntu standa við nýársheitið um bættan fjárhag á árinu 2018
Neytendur
15.12.2017

Verðkönnun á fimm ómissandi vörum fyrir jólin

Verðkönnun á fimm ómissandi vörum fyrir jólin
Neytendur
12.12.2017

Telma varpar ljósi á íslenska neysluskrímslið: „Á nákvæmlega sama augnabliki lítur fátæka stúlkan upp“

Telma varpar ljósi á íslenska neysluskrímslið: „Á nákvæmlega sama augnabliki lítur fátæka stúlkan upp“
Neytendur
12.11.2017

Dauðinn er dýr

Kostnaðurinn allt að 1,5 milljónir – Gríðarleg fjölgun á útförum í kyrrþey

Dauðinn er dýr