Þriðjudagur 18.febrúar 2020
EyjanNeytendur

Fór í Arion banka og spurði gjaldkera hvað væri inni á reikningum: „Svarið sem ég fékk gerði mig orðlausa“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. maí 2019 15:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég fór í Arion banka um daginn til að taka út pening. Ég var ekki alveg nýbúin að kíkja á heimabankann, mundi ekki upp á krónu hvað var inni á reikningnum, svo ég segi ,,hvað er mikið inni á reikningnum?“ Svarið sem ég fékk gerði mig orðlausa, þið eruð kannski betur inni í gjaldskrá bankanna en mér fannst þetta alveg út í hött. ,,Það kostar x(man ekki alveg en um 200 kr) ef ég á að segja þér hvað er inni á reikningnum.“

Svo hljóðar stöðufærsla konu sem greinir frá ferð sinni í Arion banka á dögunum, inni á Facebooksíðunni „Vertu á verði-eftirlit með verðlagi“ sem telur yfir 2000 manns.

Hún kveðst hafa tekið út pening hjá gjaldkera og spurt í leiðinni hver staðan væri á reikningum eftir úttektina, en var þá rukkuð um 195 krónur.

Ný verðskrá tók gildi 1. maí

Samkvæmt verðskrá Arion banka eru rukkaðar 195 krónur fyrir „helstu aðgerðir í útibúi eða þjónustuveri.“ Verðskráin tók gildi þann 1. maí, á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins.

Í eldri verðskrá Arion banka var ekkert slíkt þjónustugjald, heldur voru einungis rukkaðar 75 krónur fyrir að gefa upp stöðu inni á reikningi í gegnum síma, og útprentun yfirlits kostaði 120 krónur, en hvergi var tilgreint hvað það kostaði að gefa upp slíkar upplýsingar á staðnum.

Konan sem um ræðir ákvað á endanum að sleppa því að fá upplýsingar um stöðuna á reikningnum:

„Ég ákvað einmitt bara ekki að fá að vita þetta, fannst út í hött að borga fyrir að hún segði mér hvað stæði á skjánum fyrir framan hana.“

Þjónustugjöldin gagnrýnd

Þjónustugjöld bankanna hafa hækkað langt umfram vísitölu neysluverðs þrátt fyrir mikla hagræðingu í bankakerfinu á síðustu árum. Þetta kemur fram í úttekt verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands sem Eyjan greindi frá í nóvember.

Í þeirri úttekt var Arion banki dýrastur og þar kom fram að Arion banki hafði tekið upp fast afgreiðslugjald upp á 195 krónur fyrir aðgerðir sem framkvæmdar voru af þjónustufulltrúa.

Verðskrár bankanna voru einnig gagnrýndar í úttekt ASÍ, þar sem starfsfólk bankanna skildi þær ekki sjálft og þótti þær ógagnsæjar og flóknar.

Sjá einnig: Verðlagseftirlit ASÍ:Þjónustugjöld bankanna hækka langt umfram verðlag – Arion dýrastur í flestum tilfellum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

EyjanNeytendur
10.05.2019

Launafólk hefur axlað ábyrgð – Nú er komið að fyrirtækjunum: „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“

Launafólk hefur axlað ábyrgð – Nú er komið að fyrirtækjunum: „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
Neytendur
24.01.2018

Viktoría keypti engan mat í mánuð en borðaði sig samt sadda alla daga: Svona fór hún að því

Viktoría keypti engan mat í mánuð en borðaði sig samt sadda alla daga: Svona fór hún að því
Neytendur
18.01.2018

Örbylgjuofnar eru hræðilegir fyrir umhverfið

Örbylgjuofnar eru hræðilegir fyrir umhverfið
Neytendur
23.12.2017

Það kostar svona mikið að halda jól

Kostnaður vísitölufjölskyldunnar varla undir 150 þúsund krónum

Það kostar svona mikið að halda jól
Neytendur
12.12.2017

Telma varpar ljósi á íslenska neysluskrímslið: „Á nákvæmlega sama augnabliki lítur fátæka stúlkan upp“

Telma varpar ljósi á íslenska neysluskrímslið: „Á nákvæmlega sama augnabliki lítur fátæka stúlkan upp“
Neytendur
16.11.2017

Dauðinn er dýr: Það kostar svona mikið að kveðja þennan heim

Dauðinn er dýr: Það kostar svona mikið að kveðja þennan heim
Neytendur
12.11.2017
Dauðinn er dýr
Neytendur
08.11.2017

Þýsk heimildarmynd afhjúpar Haribo: Barnaþrælkun og slæmur aðbúnaður dýra

Svín með gapandi sár – Verkamenn í Brasilíu vinna við frumstæðar aðstæður

Þýsk heimildarmynd afhjúpar Haribo: Barnaþrælkun og slæmur aðbúnaður dýra
Neytendur
19.10.2017

Aðdáendur Quality Street geta tekið gleði sína á ný: Brúni molinn kemur aftur fyrir jólin

Aðdáendur Quality Street geta tekið gleði sína á ný: Brúni molinn kemur aftur fyrir jólin
Neytendur
02.10.2017

Hæstu áfengisskattar í Evrópu: Sjáðu muninn á Íslandi og Noregi – „Takmarkalausu skattagleði stjórnvalda

Hæstu áfengisskattar í Evrópu: Sjáðu muninn á Íslandi og Noregi – „Takmarkalausu skattagleði stjórnvalda