fbpx
Laugardagur 19.september 2020
EyjanNeytendur

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 2. maí 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi fólks um allt land varði sunnudeginum 28. apríl í að plokka og hreinsa upp rusl í nærumhverfi sínu. Í Facebook-hópnum Plokk á Íslandi mátti fylgjast með gangi mála og sjá myndir af athafnasömum einstaklingum, sem plokkuðu af miklum krafti. Á meðal plokkara voru forsetahjónin, þingmenn og bæjarstjórar.

Forsetahjónin, Guðni og Eliza. Mynd: Arnold Björnsson.

Einar Bárðarson, einn skipuleggjenda dagsins hefur nú birt tölur í hópnum yfir magnið sem plokkað var, en 10 tonn af rusli voru plokkuð og nemur svæðið sem plokkað var stærð Vestmannaeyja.

„Á sunnudag var máttur hinna mörgu að verki. Einhver hundruð sjálfboðaliða tóku á því um allt land og mörg hundruð pokar af sorpi fóru í vistun á viðeigandi stofnun,“ segir Einar.

900 pokar voru taldir í gegnum Facebook-síðuna Plokk á Íslandi en meðalþyngd stórra plokk poka eru 8 kíló. Samtals eru það rétt um 7,1 tonn af sorpi sem fjarlægð voru úr náttúrunni af sjálfboðaliðum. „Hafa ber í huga að þetta eru þó eingöngu tölur sem bárust í gegnum síðuna en leiða má líkur að því að helmingi meira sé enn ótilkynnt og gera skipuleggjendur því ráð fyrir því um það bil 1500 pokar hafi verið fjarlægðir eða um það bil 10 tonn, „segir Einar.

Samkvæmt talningu plokkari.is hreinsuðu plokkarar svæði sem nemur um það bil 17,32 km2 en til viðmiðunar er flatarmál Vestmannaeyja 17 km2. Það mætti því segja að plokkarar landsins hafi hreinsað hvern ferkílómeter Vestmannaeyja og rúmlega það.

Ruslið sem tekið var úr náttúrunni okkar er að langmestu leyti úr þremur flokkum.
1. Byggingaplast hverskonar, einangrunar- og pökkunarplast frá framkvæmdasvæðum.
2. Rusl og pappi sem fokið hefur frá illa umbúnum ruslatunnum og gámum sem ýmist hafa fokið um koll eða fokið upp í roki og dreifa ruslinu um allt. Þetta á bæði við um heimili og verslunarsvæði.
3. Plaströr og plastlok af skyndigosglösum, einnota kaffimál og drykkjarílát hverskonar.

Verstu svæðin í borginni eru þó tilfinnanlega á svæðinu í kringum losunarstöðvar Sorpu. Þar er vandinn þrennskonar; rusl sem komið er með til afhendingar fýkur af vögnum og pöllum, rusl sem losað er utan girðingar utan opnunartíma eða annarra ástæðna og svo rusl sem fýkur í burt af athafnasvæði fyrirtækisins.

Almenningur og fyrirtæki verða að taka sig á

Einar bendir á að bæði almenningur og stjórnendur verða að tala sig á, bera ábyrgð á sorpinu sínu og temja sér meðvitaða neyslu.

„Allt eru þetta SORP-SPRETTUR sem HÆGLEGA er hægt að koma í veg fyrir ef ekki væri fyrir sorpblindu almennings og stjórnenda. Almenningur, verslanir, veitingastaðir og stórmarkaðir verða að taka sig á. Skyndibitastaðir verða að hætta að nota skyndigos með allri þeirri mengun sem þeim fylgir og almenningur verður að taka ábyrgð á sorpinu sínu og temja sér „MEÐVITAÐA NEYSLU.“

Skorar hann jafnframt á að yfirvöld fullnýti þau úrræði sem þau hafa til eftirlits með lóðareigendum og framkvæmdaaðilum, sem sýna ekki ábyrgð gagnvart umhverfinu.

„Við skorum á Heilbrigðiseftirlit landsins um að taka upp „Ó-UMBURÐARLYNDI“ gagnvart lóðareigendum og framkvæmdaraðilum sem ekki sýna umhverfinu sínu virðingu og nýta að fullu öll þau úrræði sem fyrir hendi eru til að koma í veg fyrir frekari skaða. Við hvetjum sveitarfélögin sem eru eigendur að Sorpu að taka ábyrgari afstöðu með umhverfinu í þeim rekstri og fara í markvissar og sýnilegar aðgerðir til betrunar. Þá hvetjum við sveitarfélög og almenning til að ganga úr skugga um það að sorp sé vistað í ruslatunnum og gámum sem ráða við verkefnið og séu vindheld með öllu.“

Að lokum þakkar Einar öllum þeim sem tóku þátt fyrir þeirra vinnuframlag og vonar að dagurinn verði hvatning fyrir almenning til að halda áfram að plokka og leggja sitt af morgun. „Plokkið mun sigra.“

Mynd: Arnold Björnsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Skammar Solskjær
EyjanNeytendur
05.09.2019

Verðkönnun: Appelsínflaskan 72% dýrari hjá Hagkaup en í Fjarðarkaup – 121% munur á lambakjöti

Verðkönnun: Appelsínflaskan 72% dýrari hjá Hagkaup en í Fjarðarkaup – 121% munur á lambakjöti
EyjanNeytendur
29.07.2019

Icelandair hækkaði fargjaldið í miðri bókun um 42 þúsund krónur – „Er græðgin gengin af göflunum?“

Icelandair hækkaði fargjaldið í miðri bókun um 42 þúsund krónur – „Er græðgin gengin af göflunum?“
EyjanNeytendur
15.05.2019

Fór í Arion banka og spurði gjaldkera hvað væri inni á reikningum: „Svarið sem ég fékk gerði mig orðlausa“

Fór í Arion banka og spurði gjaldkera hvað væri inni á reikningum: „Svarið sem ég fékk gerði mig orðlausa“
EyjanNeytendur
10.05.2019

Launafólk hefur axlað ábyrgð – Nú er komið að fyrirtækjunum: „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“

Launafólk hefur axlað ábyrgð – Nú er komið að fyrirtækjunum: „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“
Neytendur
13.01.2018

New York, Taíland, Spánn eða Balí?

New York, Taíland, Spánn eða Balí?
Neytendur
02.01.2018

Svona muntu standa við nýársheitið um bættan fjárhag á árinu 2018

Svona muntu standa við nýársheitið um bættan fjárhag á árinu 2018
Neytendur
12.12.2017

Telma varpar ljósi á íslenska neysluskrímslið: „Á nákvæmlega sama augnabliki lítur fátæka stúlkan upp“

Telma varpar ljósi á íslenska neysluskrímslið: „Á nákvæmlega sama augnabliki lítur fátæka stúlkan upp“
Neytendur
16.11.2017

Dauðinn er dýr: Það kostar svona mikið að kveðja þennan heim

Dauðinn er dýr: Það kostar svona mikið að kveðja þennan heim
Neytendur
12.11.2017
Dauðinn er dýr