fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
EyjanNeytendur

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 6. maí 2019 14:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bíleigendur eru látnir greiða tæp 90 prósent þeirra losunartengdu skatta sem eru innheimtir hér á landi, þó svo þeir beri aðeins ábyrgð á um sex prósentum losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.

Þetta kemur fram í samantekt frjálslynda vefmiðilsins Andríkis.  Samantektin byggir á skýrslu Umhverfisstofnunar um losun gróðurhúsategunda árið 2017 og tekur einnig tekur til losunar frá millilandaflugi út frá sölu þotueldsneytis, sem ekki er með talin í skýrslu Umhverfisstofnunar.

Ríkið ráðist á bílaeigendur með offorsi

Einnig kemur fram að ríkið innheimti árlega um 18,5 milljarða króna í losunartengdum sköttum og greiði bílaeigendur alls 16.6 milljarða af þeirri upphæð árlega.

Losunartengdu gjöldin eru kolefnisgjald- 5.580 milljónir, bifreiðagjald- 5000 milljónir og vörugjöld af ökutækjum- 7900 milljónir, samkvæmt fjárlögum frá 2018.

Bíleigendur og sjávarútvegurinn greiða þessi gjöld alfarið. Bíleigendur greiði mest, eða allt bifreiðargjaldið, vörugjaldið af ökutækjunum og loks 2/3 af kolefnisgjaldinu, restina borgi sjávarútvegurinn.

Ofan á þetta bætist síðan tveir milljarðar til viðbótar á bílaeigendur, í formi virðisaukaskatts.

„Hér ræðst því ríkið af miklu offorsi á þær tvær greinar sem bera einna minnsta ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda. Bíleigendur og útgerðin eru með tæp 10% losunar er greiða 100% losunarskattanna. Þetta eru einnig þær greinar sem minnst þurfa á slíkri grænni skattheimtu að halda. Útgerðin hefur minnkað olíunotkun um 30% frá 1990 og daglega koma af færiböndunum nýir bílar sem eru sparneytnari en áður eða ganga fyrir nýjum orkugjöfum,“

segir í samantektinni hvar spurt er hvaða áhrif slík græn skattlagning hafi í raun á bílaeigendur; hvort hún mögulega hafi þau áhrif að bílaeigendur seinki því að skipta yfir í nýja og sparneytnari bíla.

Hverjir bera mestu ábyrgðina ?

Þá er tekið fram að þeir sem mesta ábyrgð beri á losun gróðurhúsaloftegunda, eða 90 prósent hennar, greiði hinsvegar enga græna skatta af sínum útblæstri.

„Þetta fyrirkomulag var leitt í lög í tíð „hreinu“ vinstri stjórnarinnar 2009 – 2013. Sömu stjórnar og veitti kolabræðslunni á Bakka ekki aðeins undanþágu frá þessum „grænu“ sköttum heldur ýmis önnur skattfríðindi og aðra ríkisstyrki. Ekki hefur verið hnikað við þessu síðan nema til að hækka kolefnisgjaldið.“

Í töflunni hér að neðan má sjá hlutfall þeirra sem losa gróðurhúsalofttegundir, en þar er iðnaður og millilandaflug stærsti mengunarvaldurinn af mannavöldum.

Þess má geta að á milli áranna 2016 og 2017 jókst losun gróðurhúsalofttegunda í flugi til og frá Íslandi um 13.2 prósent, en um 2.8 prósent í iðnaði.

Þá mun losun á gróðurhúsalofttegundum hér á landi aukast um rúm 10 prósent ef  kísilverksmiðjan í Helguvík (United Silicon) tekur aftur til starfa.  Þetta kemur fram í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn fréttastofu RÚV.

 

 

Skuldbindingar Íslands

Ísland er aðili að Kýótó bókuninni og skal draga úr losun sinni um 20% árið 2020 miðað við árið 1990. Skuldbindingar Kýótóbókunarinnar ná ekki tillosunar frá alþjóðaflugi, alþjóðasiglingum né losunar frá landnotkun, breyttri landnotkun eða skógrækt, þó svo að gerð sé grein fyrir þeirri losun í losunarbókhaldi Íslands. Aðildaríki geta þó talið sér bindingu CO2 vegna LULUCF til tekna að einhverju leyti.

„Ísland og Evrópusambandið hafa gert með sér tvíhliðasamning um sameiginlegar efndir á skuldbindingum Íslands og ESB við UNFCCC á öðru skuldbindingartímabili Kýótóbókunarinnar (undirritað af ESB og Íslandi 1. apríl 2015), þar sem Ísland fékk úthlutaðar 15.327.217 losunarheimildir, sem samsvara losun af 15.327 kt CO2-íg af gróðurhúsalofttegundum á tímabilinu 2013-2020. Árið 2022 mun Ísland gera upp annað tímabil Kýótóbókunarinnar við ESB og ef Ísland hefur losað meira en það fékk úthlutað, mun landið þurfa að kaupa losunarheimildir fyrir mismuninum.“

Tekið úr skýrslu Umhverfisstofnunar

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“
EyjanNeytendur
19.04.2019

Umfelgunarkostnaður getur numið tugum þúsunda

Umfelgunarkostnaður getur numið tugum þúsunda