fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Gagnrýnir 112 milljóna lögfræðikostnað Félagsbústaða vegna „harkalegra“ innheimtuaðgerða

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 14. mars 2019 15:20

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögfræðikostnaður Félagsbústaða á fimm ára tímabili vegna innheimtuaðgerða og útburðarmála nam alls 111, 626,386 milljónum króna á fimm ára tímabili. Þetta kemur fram í svari  Félagsbústaða vegna fyrirspurnar Flokks fólksins fyrir borgarráði um lögfræðikostnað Félagsbústaða frá 2013 til 2018.

Spurt var hversu mikill kostnaður féll til vegna lögfræðiráðgjafar, útburðarmála og hvaða lögfræðistofur áttu í hlut og hversu mikið þær fengu greitt:

  • ADVEL lögmenn slf.= 3.361.827
  • Forum lögmenn ehf. = 2.437.500
  • Lagahvoll slf.= 4.189.945
  • Logos slf.= 140.401
  • Lögheimtan ehf= 26.837.033
  • Lögmenn Bárugötu slf.= 1.060.740
  • Málþing ehf = 34.554.229
  • MOTUS = 39.044.711

Kostnaður alls= 111.626.386

Vel sloppið

Samkvæmt bókun meirihlutans þykir þetta vel sloppið í kostnaði miðað við umfang rekstrarins:

„Ekki er starfandi lögfræðingur hjá Félagssbústöðum þar sem hagstæðara hefur verið talið að kaupa að þá þjónustu. Samkvæmt svari Félagsbústaða er heildarkostnaðurinn fyrir tæp 6 ár eða frá 1. jan. 2013 til 20. sept. 2018 samtals 111.626.386 mkr. sem gerir um 1.6. mikr á mánuði. Ekki verður séð að það sé óeðlilegur kostnaður í félagi sem á eignir metnar á um 90. milljarða og er með yfir 2000 leigjendur. Ákveðið ferli fer af stað þegar leiguskuld myndast og langoftast er þeim málum lokið farsællega í samstarfi við íbúa og eftir atvikum Velferðarsviðs.“

Harkalegar aðgerðir

Í bókun Fólks flokksins við svarinu er tilgreint að um sé að ræða háa upphæð og velt því upp hvort ástæða skuldar viðkomandi hafi verið könnuð. Er sagt að aðgerðirnar hafi verið harkalegar og vitnað til kvartana íbúa Félagsbústaða sem þóttu hart að sér gengið í innheimtuaðgerðum:

„Það er leitt að sjá hvernig Félagsbústaðir hafa eytt tæpum 112 milljónum í lögfræðikostnað undanfarin 6 ár. Stærstu póstarnir eru Málþing ehf, Lögheimtan og Mótus eða um 100 milljónir. Lögfræðikostnaður vegna innheimtumála nam tæpum 65.8 milljónum eða um 12.3 mkr á ári. Borgarfulltrúa finnst miklu fé hafa verið varið í að innheimta af fólki sem margt hvert hefur e.t.v. enga möguleika á að greiða þessar skuldir. Er t.d. kannað hvað liggur að baki því að fólkið geti ekki greitt? Fólk skuldar varla að gamni sínu. Borgarfulltrúa Flokks fólksins finnst þetta harkalegar aðgerðir. Það er hægt að innheimta án þess að senda skuldina til lögfræðings. All margar kvartanir bárust borgarfulltrúa á síðasta ári um að Félagsbústaðir sigi á það lögfræðingum í sífellu. Það ætti að vera eðlilegt að bíða í lengstu lög að rukka fólk sem vegna lágra tekna eða erfiðra aðstæðna getur ekki greitt skuld sína. Hér mætti vel nefna þá sem hafa orðið fyrir skaða vegna myglu og raka í húsnæði Félagsbústaða. Ef horft er til sanngirnissjónarmiða má spyrja hvort þeir sem hafa búið í mygluhúsnæði hafi fengið einhverjar skaðabætur frá Félagsbústöðu jafnvel þótt alvarlegt heilsutjón hafi verið staðfest?“

 

Kostnaður sundurliðast með eftirfarandi hætti:

1. Innheimtumál

Lögfræðikostnaður vegna innheimtumála, sbr. lög nr. 95/2008 og laga um húsleigu nr. 36/1994, nam 65,8 mkr. eða um 12,3 mkr. á ári. Viðskipti Félagbústaða vegna innheimtumála voru við Motus og Lögheimtuna. Greiðslur til Motus vegna innheimtuþjónustu felast í innheimtuviðvörunum, skráningargjöldum, innheimtukostnaði, milliinnheimtu, gerð kröfulýsinga og kröfuvaktar. Heildargreiðsla fyrir tímabilið var 39 mkr. eða 6,5 mkr. á ári að meðaltali. Þessi kostnaður lækkaði verulega árið á árinu 2018 og verður áfram lægri. Í stað þess að sinna milliinnheimtu á skrifstofu Félagsbústaða hefur verið gerður samningur við Motus um þennan þátt innheimtu. Færa má rök fyrir því að flokka megi þennan kostnað sem sérfræðiþjónustu frekar en lögfræðiþjónustu. Heildargreiðslur til Lögheimtunnar námu 26,8 mkr. eða 4,5 mkr. á ári að meðaltali. Lögheimtan sinnti lögfræðiinnheimtu vegna leiguskulda sem í sumum tilvikum lauk með útburði vegna vangoldinnar húsaleigu.

2. Húsreglnabrot

Heildargreiðslur til Málþings námu 20,7 mkr. eða 3,5 mkr. á ári að meðaltali. Málþing sinnti lögfræðiinnheimtu vegna samningsbrota á leigusamningum einkum vegna endurtekinna húsreglnabrota sbr. húsleigulög nr. 36/1994. Inni í þessari fjárhæð eru bæði útlögð dómsmálagjöld og annar útlagður kostnaður ásamt virðisaukaskatti, oft samtals um þriðjungur af reikningsfjárhæð.

3. Skuldabréfaútboð

Lögfræðikostnaður vegna skuldabréfaútboða Félagsbústaða nam 7,6 mkr. á árunum 2017 og 2018. Kostnaðurinn er tilkominn vegna vinnu við gerð grunnlýsingar fyrir skuldabréfaútgáfu, sérfræðiráðgjafar og veðgæslu. Þjónustan var keypt af Lagahvoli alls 4,2 mkr. og ADVEL lögmönnum alls 3,4 mkr.

4. Ráðgjöf

Lögfræðikostnaður vegna sérfræðiráðgjafar nam 17,4 mkr. eða 2,9 mkr. á ári að meðaltali Sérfræðiráðgjöf var keypt m.a. vegna fasteignaviðskipta, álitsgerða, raka- og lekavandamála, svara við erindum umboðsmanns Alþingis og umboðsmanns borgarbúa. Þjónstuna var keypt af Málþingi fyrir 13,8 mkr., Forum lögmönnum fyrir 2,4 mkr., Lögmönnum Bárugötu fyrir 1 mkr. og Logos fyrir 140 þúsund kr. Þjónustukaupin byggja á samkomulagi við lögfræðifyrirtækin um þjónustu og sérfræðiráðgjöf vegna tiltekinna málaflokka. Samkvæmt samningi sér Motus um meginhluta innheimtumála og Lögheimtan um lögfræðilega hlið innheimtumála. Lagahvoll veitir ráðgjöf vegna skuldabréfaútboðs og samið var við Málþing um tiltekin lögfræðistörf, ráðgjöf og málflutning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna