fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025

Stjörnuspá vikunnar: Símtal rústar plönunum og óvænt stöðuhækkun

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 18. ágúst 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá vikunnar

Gildir 18. til 24. ágúst

stjornuspa

Hrútur

21. mars–19. apríl

Það er eitthvað stórt, eitthvað mikilvægt í vændum – jafnvel einhver veisla eða athöfn sem þú hlakkar til en kvíðir á sama tíma. Nú er komið að því að sleppa því gamla og bjóða það nýja velkomið, alveg sama hve erfitt það er.

stjornuspa

Naut

20. apríl–20. maí

Líttu þér nær og taktu eftir ástvinum þínum og fjölskyldu. Það er einhver í vanda staddur og þú verður að horfast í augu við hve stórt vandamál þessi einstaklingur er að glíma við. Þessi manneskja þarf á þér að halda, hvort sem þér líkar betur eða verr.

stjornuspa

Tvíburar

21. maí–21. júní

Þér er falin meiri ábyrgð í vinnunni og færð stöðuhækkun. Þetta þýðir meiri völd og það er leikur einn að láta þau stíga sér til höfuðs. Varastu að umkringja þig fólki sem þú þekkir og treystir og mundu að sumir sleikja þig upp til að reyna að fella þig.

stjornuspa

Krabbi

22. júní–22. júlí

Nýr elskhugi mætir á svæðið og sá kveikir svo sannarlega í þér. Þessi elskhugi hefur allt sem þú þráir og þér er alveg sama hvort þetta sé til lengri eða styttri tíma. Lofaðir krabbar þurfa að passa sig á afar heillandi og dularfullri manneskju. Ekki eyðileggja allt sem þú ert búin/n að byggja upp fyrir nokkrar sekúndur af alsælu.

stjornuspa

Ljón

23. júlí–22. ágúst

Ljónið mitt besta. Það er einhver deyfð yfir þér. Þér finnst eins og þú hafir hugsanlega valið ranga leið í lífinu og þú vilt losna. Þú miklar það fyrir þér en þetta verður ekkert mál og þér á eftir að líða svo miklu betur þegar þú losar þig við fólk, staði og hluti sem halda þér niðri.

stjornuspa

Meyja

23. ágúst–22 .sept

Það er rosalega mikið um að vera í vinnunni. Það eru ofboðslega miklar hræringar og þú veist ekki alveg í hvorn fótinn þú átt að stíga. Suma daga ertu ekki einu sinni viss hvort þú átt að mæta í vinnuna á annað borð. En þetta skýrist fljótt og þú átt eftir að sjá að fólk ber meira traust til þín en þú hélst.

stjornuspa

Vog

23. sept–22. okt

Það eru afskaplega bjartir tímar framundan og sólin skín fyrir vogina, sem er loksins komin á góðan stað og farin að vinna ötullega í sínum málum. Þér er búið að líða eins og þú værir ein/n í heiminum undanfarið en það ertu svo sannarlega ekki. Hertu upp hugann – sólin er langt frá því sest.

stjornuspa

Sporðdreki

23. okt–21. nóv

Þú ert að íhuga stóra breytingu í lífinu og veist ekki alveg hvort þú átt að hrökkva og stökkva. Ég segi hrökkva – en ég náttúrulega þekki þig ekki jafn vel og þú þekkir þig. Sama hvað þú gerir þá máttu fara að horfa í kringum þig og muna eftir fólkinu sem elskar þig – það vill hitta þig, spjalla og hafa gaman.

stjornuspa

Bogmaður

22. nóv–21. des

Þú færð símtal frá gömlum kunningja og hann hefur svakalegar fréttir að færa. Þessar fréttir rústa öllum þínum plönum, en á mjög góðan hátt. Þú grípur tækifærið sem hann býður þér, þessi kunningi, og þú átt svo sannarlega ekki eftir að sjá eftir því.

stjornuspa

Steingeit

22. des–19. janúar

Þú ert búin/n að vera á miklum þvælingi og ert fegin/n að vera komin/n aftur heim í þitt rúm og þínar venjur. Stundum leggjast ferðalög ekkert alltof vel í þig, þótt þú getir vel dundað þér ein/n eða í hópi. Í lok vikunnar færðu afar óvenjulegt símtal sem tekur þig langan tíma að melta.

stjornuspa

Vatnsberi

20. janúar–18. febrúar

Þú dettur í einhvern svakalegan lukkupott og færð peningagjafir úr ýmsum (sumum mjög ólíklegum) áttum. Þvílíkt heillaský sem þú stendur undir. Nú þarftu bara að passa að peningaflæðið stígi þér ekki til höfuðs og reyndu nú að leggja eitthvað fyrir.

stjornuspa

Fiskar

19. febrúar–20. mars

Það er einhver deyfð yfir fiskunum fyrripart viku. Þeir finna sig ekki alveg í þessum heimi og finnst lífið frekar tilgangslaust. Það er eitthvert verkefni búið að valda þeim kvíða og ama og þeir finna bara alls ekki út úr því. Svo kviknar allt í einu á perunni um miðbik vikunnar og allt í einu sést glóra í öllu.

Afmælisbörn vikunnar

18. ágúst: Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi, 31 árs
19. ágúst: Árni Pétur Guðjónsson leikari, 68 ára
21. ágúst: Eiríkur Jónsson fjölmiðlamaður, ????
22. ágúst: Heiðar Helguson knattspyrnumaður, 42 ára
23. ágúst: Stefán Jónsson leikari, 55 ára
24. ágúst: Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur, 56 ára

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Farinn í leyfi leyfi til að jafna sig andlega

Farinn í leyfi leyfi til að jafna sig andlega
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Kom að bílnum sínum stórskemmdum og leitar vitna – Nafnlaus miði með ótengdu númeri skilinn eftir

Kom að bílnum sínum stórskemmdum og leitar vitna – Nafnlaus miði með ótengdu númeri skilinn eftir
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Þórður Snær tætir í sig forsíðufrétt Morgunblaðsins – „Þessu ákvað hann að halda fram og það ákvað Morgunblaðið að birta“

Þórður Snær tætir í sig forsíðufrétt Morgunblaðsins – „Þessu ákvað hann að halda fram og það ákvað Morgunblaðið að birta“
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eru að skilja eftir að sá þýski hélt framhjá

Eru að skilja eftir að sá þýski hélt framhjá
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Saga Jómundar hefur vakið athygli um allan heim

Saga Jómundar hefur vakið athygli um allan heim
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Jólabókaormurinn – Ævintýri sem rata ætti í jólapakka allra barna

Jólabókaormurinn – Ævintýri sem rata ætti í jólapakka allra barna
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Dramatískar vendingar í dómsmáli vegna átaka milli dyravarðar og hans fyrrverandi

Dramatískar vendingar í dómsmáli vegna átaka milli dyravarðar og hans fyrrverandi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.