Kona þessi er vel gefin, sjálfstæð og býr yfir miklum styrk sem flytur hana hæstu hæðir ef því er að skipta. Hún gæti verið ekkja, kona einstæð sem gengið hefur í gegnum skilnað eða sú sem kýs að vera sjálfs síns herra.
Þrátt fyrir styrk hennar og einveru sem hún kann vissulega að meta á hún það til að vera mjög einmana. Metnaður hefur einkennt hana frá blautu barnsbeini og hún á það til að taka starf sitt fram fyrir barnsburð eða giftingu og því haldið í eigið sjálfstæði með þessum hætti.