Þú hefur notið þín tilfinningalega og líkamlega þar sem öryggi, jafnvægi og friður einkennir umhverfi þitt en það virðist ekki vera nóg að þínu mati. Eitthvað virðist vanta upp á þessa dagana og þú leitar eflaust að nýjungum.
Þú virðist vera á góðri leið með að taka nútímanum eins og hann er og lætur dýpsta viljaásetning þinn og innstu langanir þínar móta framtíð þína með nýjum áherslum og opnum huga.
Ef þú ákveður að halda ótrauð/ur áfram á vit nýrra ævintýra munt þú ekki vera vera fær um að snúa við.